Vörumerki |
---|
VNR:
hafdis-20-heilsurum
329.800kr. – 432.800kr.
Hafdís 20 er heimsklassa heilsudýna úr smiðju Lystadún Snæland og Vogue. Hafdís er fimmsvæðaskipt latexdýna unnin úr hágæða latexblöndu
Latexdýnur henta mjög vel þeim sem vilja mikinn stuðning og aðlögun við líkamann, góða dempun og/eða fólk með ofnæmi.
Hafdís 20 er einnig fáanleg sem einbreitt rúm sem má skoða hér.
Íslensk hönnun – Íslensk framleiðsla.
Hér er á ferðinni fyrsta flokks heilsurúm úr smiðju Lystadún-Snæland sem hefur framleitt íslensk heilsurúm í yfir 70 ár. Lystadún-Snæland og Vogue leggja mikla áherslu á að vinna einungis úr fyrsta flokks hráefni og því er allur svampur sem notaður er í dýnurnar okkar með Oeko-Tex Standard 100 umhverfisvottun.
Hægt er að velja um mjúka eða millistífa dýnu.
Einnig er hægt að hafa annan helminginn mjúkan og hinn millistífan.
Innofa™ dýnuverið er gert úr sterku og teygjanlegu pólýester sem að tryggir góða endingu. Dýnuverið er sömuleiðis vatterað sem að eykur yfirborðsþægindi dýnunar og bætir kælingu.
Ólíkt flestum innfluttum dýnum er rennilás á dýnuverunum okkar. Það þýðir að hægt er að klæða dýnurnar úr og þvo dýnuverið sem er auðvitað algjört lykilatriði í góðri umhirðu dýnunnar þinnar.
Innofa™ dýnuverið má þvo á 30°C.
Í Hafdís 20 er fimm svæða 20cm þykkur latex kjarni úr vandaðri latexblöndu frá Artilat í Hollandi. Hægt er að hafa latex kjarnann mjúkan eða millistífan.
Latex kjarninn er fimmsvæðaskiptur, sem þýðir það að hann gefur betur eftir undir öxlum og herðum á sama tíma og hann styður þétt undir mjóbakið.
Að auki er latex kjarninn með steyptum loftrásum sem veita frábæra öndun og bæta loftflæðið.
Latex kjarninn er steyptur í mót sem hefur þau áhrif að kantarnir á dýnunni verða náttúrulega sterkbyggðir. Þetta gerir það að verkum að svefnflöturinn stækkar og að engin hætta er á að maður renni út á gólf þegar sest er á rúmkantinn.
Við sérsmíðum okkar eigin rúmbotna sem eru einstaklega sterkir viðarbotnar samsettir úr MDF og furu.
Við bólstrum einnig rúmbotnana og er hægt að velja um ótal mismunandi liti og áklæði (t.d. leðurlíki, tau, velúr ofl.).
Lystadún-Snæland heilsudýnur og rúmbotnar eru framleiddar eftir pöntunum. Biðtími eftir pöntunum er um 7-10 virkir dagar að jafnaði.
Allar Lystadún-Snæland dýnur eru framleiddar af Vogue fyrir Heimilið í Síðumúla 30.
Vogue notar einungis hráefni vottuð með Oeko-Tex Standard 100 umhverfisvottuninni við framleiðslu á öllum sínum heilsudýnum, rúmbotnum og höfðagöflum. Það þýðir að neytendur geta gengið að því vissu að Lystadún-Snæland heilsudýnur, rúmbotnar og höfðagaflar eru úr hráefnum sem eru laus við hættuleg eða skaðleg efni sem voru unnin með lágmörkun á umhverfisáhrifum að leiðarljósi.
Allur svampur sem Vogue notar í Lystadún-Snæland heilsudýnur, rúmbotna og höfðagafla er fenginn frá stærsta svampframleiðanda í heimi, Carpenter Co. Allur sá svampur er vottaður með Oeko-Tex Standard 100.
Allur latex sem Vogue notar í Lystadún-Snæland Hafdís og Mayan Green heilsudýnurnar sínar er fenginn frá stærsta og virtasta latexframleiðanda í Evrópu, Artilat. Latex frá Artilat er allur vottaður með Oeko-Tex Standard 100 og Rainforest Alliance umhverfisvottunum, og er meðlimur í Forest Stewardship Council (FSC-C135311) samtökunum.
Vogue notar einungis hráefni vottuð með Oeko-Tex Standard 100 umhverfisvottuninni við framleiðslu á öllum sínum heilsudýnum, rúmbotnum og höfðagöflum. Það þýðir að neytendur geta gengið að því vissu að Lystadún-Snæland heilsudýnur, rúmbotnar og höfðagaflar eru úr hráefnum sem eru laus við hættuleg eða skaðleg efni sem voru unnin með lágmörkun á umhverfisáhrifum að leiðarljósi.
Allur svampur sem Vogue notar í Lystadún-Snæland heilsudýnur, rúmbotna og höfðagafla er fenginn frá stærsta svampframleiðanda í heimi, Carpenter Co. Allur sá svampur er vottaður með Oeko-Tex Standard 100.
Allur latex sem Vogue notar í Lystadún-Snæland Hafdís og Mayan Green heilsudýnurnar sínar er fenginn frá stærsta og virtasta latexframleiðanda í Evrópu, Artilat. Latex frá Artilat er allur vottaður með Oeko-Tex Standard 100 og Rainforest Alliance umhverfisvottunum, og er meðlimur í Forest Stewardship Council (FSC-C135311) samtökunum.
Við sérsmíðum dýnur í öllum stærðum og gerðum. Sendu okkur línu með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan og ráðgjafi frá okkur mun hjálpa þér að smíða draumadýnuna þína.
Rammaðu inn nýja rúmið þitt með fallegum rúmgafli
Ekki með notendanafn?
Búa til aðgangÞú gætir unnið gjafabréf
Við drögum reglulega út gjafabréf þar sem heppinn póstlistavinur fær 15.000kr gjafabréf í Vogue fyrir heimilið. Við gefum póstlistavinum okkar fregnir af nýjungum en einnig sérstök tilboð og foraðgang að ýmsum tilboðum.
Hægt er að afskrá sig af póstlistanum hvenær sem er með því að smella á hlekk neðst í öllum okkar póstum. Þú finnur persónuverndarstefnu Vogue fyrir heimilið á vogue.is/personuvernd/ Þegar þú hefur smellt á skráningarhnappinn hér fyrir ofan gefur þú samþykki fyrir því að við megum nota þessar upplýsingar í samræmi við persónuverndarstefnu okkar.
SÉRSMÍÐI Á DÝNU