Skilmálar

Varðandi viðskipti í vefverslun Vogue fyrir heimilið

Almennar upplýsingar um Vogue fyrir heimilið

Nafn: Vogue ehf.
Kennitala: 411091-2019
Heimilisfang: Síðumúli 30, 107 Reykjavík
Sími: 533-3500
Netfang: vogue@vogue.is
VSK númer: 31078

Til að stunda viðskipti í vefverslun þarf að framkvæma eftirfarandi skref:

  • Velja vöru og setja hana í körfu.
  • Velja “Ganga frá pöntun” og fylla út allar nauðsynlegar upplýsingar um viðskiptavin.
  • Velja viðeigandi sendingar og greiðslumáta.
  • Ganga frá greiðslu.

Þegar greiðsla hefur borist Vogue ehf. fær viðskiptavinur senda kvittun fyrir kaupunum í tölvupósti. Þegar sú kvittun hefur borist hefur rafrænn kaupsamningur verið gerður milli vefverslun Vogue og viðskiptavins.

Skila og skiptiréttur á vörum versluðum í vefverslun

Viðskiptavinur vefverslunar Vogue fyrir heimilið hefur 14 (fjórtán) daga frest til að falla frá kaupsamning og þarf ekki að tilgreina neina ástæðu fyrir því.
Til að mega nýta sér þennan rétt þarf viðskiptavinur að tilkynna vefverslun Vogue fyrir heimilið ákvörðun sína um að falla frá samningi. Hægt er að tilkynna þessa ákvörðun með því að:

Nauðsynlegt er að ofangreind tilkynning berist í skrifuðu formi, þar sem sönnunarbyrði um að vefverslun Vogue fyrir heimilið hafi borist sú ákvörðun viðskiptavinar að falla frá kaupsamningi hvílir á neytanda.

Eftirfarandi takmarkanir eða skilyrði gilda um skil eða skipti á vörum keyptum í vefverslun Vogue fyrir heimilið:

  • Einungis er endurgreitt fyrir þær vörur sem er skilað. Sendingarkostnaður er einungis endurgreiddur sé allri pöntuninni skilað.
  • Vörur eru endurgreiddar á sama máta og greitt var fyrir þær.
  • Ef vörur voru verslaðar með lántöku í gegnum Síminn Pay, Pei, Netgíró eða Aur verður endurgreiðsla í formi niðurfellingu kröfu hjá því félagi sem á við.
  • Óheimilt er að falla frá kaupsamning með því að neita móttöku sendingar. Fyrst þarf að tilkynna þarf vefverslun Vogue fyrir heimilið skriflega að viðskiptavinur falli frá kaupsamning.
  • Óski viðskiptavinur eftir því að skila vöru með endursendingu fellur sá kostnaður á viðskiptavin og ber viðskiptavinur ábyrgð á að varan skili sér til vefverslunar Vogue fyrir heimilið. Undantekning á þessu er ef að um er að ræða ranga, skemmda eða gallaða vöru.
  • Viðskiptavinur er ábyrgur fyrir þeirri rýrnun á verðgildi vörunnar sem stafar af meðferð hennar, annarri en þeirri sem nauðsynleg er til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni vörunnar. Að öðru leyti þarf varan að vera í upprunalegum umbúðum, óopnuð, ónotuð og óskemmd.
  • Ekki er hægt að skila skorinni metravöru.

Réttur til að falla frá samningi er ógildur í eftirfarandi tilfellum:

“Afhendingar á innsiglaðri vöru sem er ekki hægt að skila vegna lýðheilsusjónarmiða eða af hreinlætisástæðum hafi innsigli verið rofið eftir afhendingu”. Smellið hér fyrir nánari upplýsingar.

Þetta ákvæði á við um eftirfarandi vörur:

    • Handklæði, þvottapokar og baðmottur
    • Servíettur, viskastykki, borðtuskur og klútar
    • Allar hreinlætisvörur eins og t.d. Salernisbursta
    • Sængurver og koddaver
    • Lök, hlífðarlök og dýnuhlífar
    • Sængur og koddar
    • Fatnaður, sokkar og baðsloppar
    • Dýnur og yfirdýnur sem falla ekki lengur undir 30 daga skila og skipti skilmála Vogue fyrir heimilið er varða kaup á dýnum og rúmum.
“Afhendingar á vöru sem er framleidd samkvæmt forskrift neytandans eða ber skýrt auðkenni hans”. Smellið hér fyrir nánari upplýsingar.

Þetta ákvæði á við um eftirfarandi vörur:

Allar framleiðsluvörur sem eru sérframleiddar fyrir viðskiptavin utan staðlaðra stærða Vogue fyrir heimilið. Til dæmis má taka dýnur í hjólhýsi/tjaldvagna, sérskorinn svamp í húsgagnasmíði, sérsmíðaða rúmbotna í óvenjulegum málum og sérsaumaðar/smíðaðar gardínur og gluggatjöld.

Staðlaðar stærðir á rúmbotnum (breidd x lengd) Vogue fyrir heimilið eru eftirfarandi:

    • 80x200cm
    • 80x210cm
    • 90x200cm
    • 90x210cm
    • 91.5x213cm (Half Cal-King Size)
    • 96.5x203cm (Half King-Size)
    • 100x200cm
    • 120x200cm
    • 140x200cm
    • 153x203cm (Queen Size)
    • 160x200cm
    • 180x200cm
    • 183x213cm (Cal-King Size)
    • 180x210cm
    • 193x203cm (King Size)
    • 200x200cm

Staðlaðar stærðir á heilsudýnum (breidd x lengd) Vogue fyrir heimilið eru eftirfarandi:

    • 80x200cm
    • 80x210cm
    • 90x200cm
    • 90x210cm
    • 100x200cm
    • 120x200cm
    • 140x200cm
    • 153x203cm (Queen Size)
    • 160x200cm
    • 180x200cm
    • 183x213cm (Cal-King Size)
    • 180x210cm
    • 193x203cm (King Size)
    • 200x200cm

Staðlaðar stærðir á rúmgöflum (breidd x hæð) Vogue fyrir heimilið eru eftirfarandi:

    • 80x122cm
    • 80x122cm
    • 90x122cm
    • 90x122cm
    • 100x122cm
    • 120x122cm
    • 140x122cm
    • 153x122cm (Queen Size)
    • 160x122cm
    • 180x122cm
    • 183x122cm (Cal-King Size)
    • 180x122cm
    • 193x122cm (King Size)
    • 200x122cm
    • 220x122cm
    • 240x122cm

Staðlaðar stærðir á barnadýnum (lengd x breidd x hæð) Vogue fyrir heimilið eru eftirfarandi:

    • 45x80x6cm (Ferköntuð vöggudýna)
    • 45x80x6cm (Sporöskjulaga vöggudýna)
    • 55x115x8cm
    • 60x120x8cm
    • 70x140x8cm
    • 70x170x8cm
    • 70x140x12cm (lagskipt 7+5cm)
    • 70x170x12cm (lagskipt 7+5cm)
    • 80x140x12cm (lagskipt 7+5cm)
    • 80x170x12cm (lagskipt 7+5cm)
    • 90x140x12cm (lagskipt 7+5cm)
    • 90x170x12cm (lagskipt 7+5cm)

Um heilsudýnur keyptar hjá Vogue fyrir heimilið gilda sérstakar skila- og skiptireglur.

  •  Þrjátíu daga skipti- og skilaréttur er á dýnum í stöðluðum stærðum með því skilyrði að kaupandi kaupi hlífðarlak eða dýnuhlíf hjá okkur. 
  • Við skil á dýnu þá er andvirði hennar endurgreitt að frádregnu 15% skilagjaldi. 
  • Vogue fyrir heimilið gerir þá kröfu að sé dýnu skilað eða skipt skuli hún vera óskemmd, í upprunalegum pakkningum og kvittun fylgi með. 
  • Hægt er að skipta dýnu út fyrir aðra innan 30 daga frá afhendingu.
  • Sé skilaðri dýnu skipt út fyrir dýrari dýnu greiðir viðskiptavinur mismuninn.
  • Sé skilaðri dýnu skipt út fyrir ódýrari dýnu endurgreiðir Vogue fyrir heimilið kaupanda mismuninn.
  • Athugið að flutningur er alltaf á kostnað kaupanda. 
  • Sérframleiddum dýnum í óstöðluðum stærðum er hvorki hægt að skila né skipta.

Hér er hægt að lesa lög um neytendasamninga í heild sinni.

Hér er hægt að lesa lög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu í heild sinni.

Um vöruverð í vefverslun Vogue

Vöruverð í vefverslun Vogue er að jafnaði það sama og í verslunum okkar. Vöruúrval, afslættir og tilboð geta hinsvegar verið breytileg milli vefverslunar og verslana.

  • Vöruverð í vefverslun er tilgreint með virðisaukaskatti en án sendingarkostnaðar.
  • Verð í vefverslun getur breyst án fyrirvara og öll verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur sem og prentvillur.
  • Birgðastaða, myndir og vörulýsingar í vefverslun Vogue fyrir heimilið eru birtar með fyrirvara um villur.
  • Í einstaka tilfellum getur vara klárast á milli þess sem pöntun er gerð og þar til hún er tekin saman, eða þá að birgðastaða er röng sem gerir viðskiptavin kleift að versla vöru sem ekki er til.
    Í þeim tilfellum mun starfsfólk vefverslunar Vogue fyrir heimilið hafa samband við viðkomandi viðskiptavin símleiðis eða í tölvupósti og aðstoða hann við val á annarri vöru, eða endurgreiða honum vöruna til fulls.
  • Allur sendingarkostnaður er tilgreindur í greiðsluferlinu. Enginn aukakostnaður á að leggjast á vörukaup eftir að greiðsluferlinu er lokið, nema viðskiptavinur óski eftir því að breyta skilyrðum sendingarinnar og að þau breyttu skilyrði feli í sér aukinn kostnað.

 

Afhendingartími

Vefverslun Vogue fyrir heimilið býður upp á breytilega afhendingarmáta eftir því hvort eigi að sækja eða senda pantanir. Sömuleiðis geta afhendingarmátar verið mismunandi eftir póstnúmeri.

Vefverslun Vogue kaupir sendingarþjónustu af þriðja aðila og ber ekki ábyrgð á töfum sem koma upp eftir að pöntun hefur verið afhent sendingaraðila.
Afhendingartími getur verið breytilegur eftir því hvaða sendingarmáti er valinn. Á álagstímum getur afhendingartími orðið lengri en almennt má búast við.
Lesa má nánar um þá afhendingarmáta sem vefverslun Vogue fyrir heimilið býður uppá með því að smella hér.

Greiðslumátar í vefverslun

Greiðslumátar í vefverslun

Eftirfarandi greiðslumátar eru í boði þegar verslað er í vefverslun Vogue fyrir heimilið:

  • Kredit- og debetkort í gegnum örugga greiðslugátt Valitor. Greiðsla er skuldfærð strax af kortinu.
  • Síminn Pay: Greiðsla fer fram í Síminn Pay appinu og samkvæmt þeirra skilmálum. Hægt er að nýta sér raðgreiðslur með Síminn Pay. Nánari upplýsingar og skilmála má nálgast á heimasíðu Síminn Pay.
  • Netgíró: Greiðsla fer fram í Netgíró appinu og samkvæmt þeirra skilmálum. Hægt er að nýta sér raðgreiðslur með Netgíró. Nánari upplýsingar og skilmála má nálgast á heimasíðu Netgíró.
  • Pei: Greiðsla fer fram í Pei appinu og samkvæmt þeirra skilmálum. Hægt er að nýta sér raðgreiðslur með Pei. Nánari upplýsingar og skilmála má nálgast á heimasíðu Pei. 
  • AUR: Greiðsla fer fram í AUR appinu og samkvæmt þeirra skilmálum. Nánari upplýsingar og skilmála má nálgast á heimasíðu Aur.

Ábyrgðarskilmálar

Í flestum tilfellum gildir almenn íslensk neytendaábyrgð á flestum keyptum vörum í vefverslun Vogue fyrir heimilið, en hún er 2 (tvö) ár frá kaupdagsetningu.
Kvittun fyrir kaupunum gildir sem ábyrgðarskírteini vörunnar.

Sumar vörur, eins og til dæmis framleiðsluvörur, eru með lengri ábyrgðartíma. Í þeim tilfellum er slíkt sérstaklega tekið fram.

Vörur sem seldar eru til fyrirtækja eða í atvinnustarfsemi eru með 1 (eins) árs ábyrgðartíma.
Kvartanir vegna vörugalla skulu berast vefverslun Vogue fyrir heimilið um leið og gallans verður vart.
Tilkynna má um gallaða vöru með tölvupósti á vogue@vogue.is eða í síma 533-3500

Hér er hægt að lesa um lög um neytendakaup í heild sinni.

Hér er hægt að lesa lög um þjónustukaup í heild sinni.

Ágreiningur

Reynt er að leysa öll mál á sem einfaldastan hátt. Ef það er ekki mögulegt er hægt að bera málið undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu.

Lokaúrræði er að fara með málið fyrir dómstóla og skal það gert í íslenskri lögsögu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.

Ekki hika við að hafa samband

Við svörum öllum fyrirspurnum og spurningum eftir bestu getu eins fljótt og auðið er. Sendu okkur tölvupóst með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan, eða hafðu samband á Facebook eða Instagram.