Hér er á ferðinni fyrsta flokks heilsurúm úr smiðju Lystadún-Snæland sem hefur framleitt íslensk heilsurúm í yfir 71 ár. Lystadún-Snæland og Vogue leggja mikla áherslu á að vinna einungis úr fyrsta flokks hráefni og því er allur svampur sem notaður er í dýnurnar okkar með Oeko-Tex Standard 100 umhverfisvottun.
Glódís heilsudýnan er fimmsvæðaskipt pokagormadýna með þykku þægindalagi fyrir aukna yfirborðsmýkt.
Settu saman þína eigin draumadís!
Stífleiki
- Hægt er að velja um mjúka eða stífa dýnu. Sömuleiðis er hægt að velja „Mjúk / Stíf“ og þá smíðum við dýnuna þannig að einn helmingur dýnunnar er mjúkur og hinn stífur.
Dýnuver
- Innofa Vatt™ dýnuverið er gert úr sterku og teygjanlegu pólýester sem að tryggir góða endingu. Dýnuverið er sömuleiðis vatterað sem að eykur yfirborðsþægindi dýnunar og bætir kælingu.
- Ólíkt flestum innfluttum dýnum er rennilás á dýnuverunum okkar. Það þýðir að hægt er að klæða dýnurnar úr og þvo dýnuverið sem er auðvitað algjört lykilatriði í góðri umhirðu dýnunnar þinnar.
- Innofa Vatt™ dýnuverið má þvo á 30°C.
Þægindalag
- 5cm hágæða kald- eða þrýstijöfnunarsvampur. Hægt er að velja á milli tveggja tegunda:
- Supersoft (MD) – Millistífur og léttur kaldsvampur sem veitir góðan stuðning og léttir á álagi á baki og öxlum.
- Celcius (Cel) – Millistífur og léttur þrýstijöfnunarsvampur (Memory Foam) sem hefur þann eiginleika að dreifa þyngd líkamans sérstaklega vel og léttir þar með á álagspunktum líkamans, þá sérstaklega mjöðmum, baki og öxlum.
Stuðningur
- Kjarninn í mýkri útgáfunni er samsettur úr 15cm af ComfiSpring pokagormakerfi og 5cm af mjúkum Supersoft kaldsvampi.
Kjarninn í stífari útgáfunni er samsettur úr 15cm af ComfiSpring pokagormakerfi og 5cm af stífum RigiFoam kaldsvampi.
- ComfiSpring pokagormakerfið er háþróað og fimmsvæðaskipt. Hver einasti gormur er sérinnpakkaður í nylon poka og festur við næsta gorm með þriggja punkta festingu. Að auki eru gormarnir svokallaðir tunnugormar og geta því lagst alveg flatir án þess að stoppa á sjálfum sér. Allt þetta gerir það að verkum að gormakerfið lagar sig að þér á réttum stöðum, gefur eftir undir öxlunum á þér, og í þokkabót flyst hreyfing síður á milli svefnsvæða.
Kantar
- Kantarnir á Glódís dýnunum eru sérstaklega styrktir með stífum kaldsvampi. Þetta stækkar svefnflötin og gerir það að verkum að engin hætta er á að maður renni út á gólf þegar sest er á rúmkantinn.
Rúmbotn
- Við sérsmíðum okkar eigin rúmbotna sem eru einstaklega sterkir viðarbotnar samsettir úr MDF og furu. Við bólstrum einnig rúmbotnana og er hægt að velja um ótal mismunandi liti og áklæði (t.d. leðurlíki, tau, velúr ofl.).
-
Lystadún-Snæland heilsudýnur og rúmbotnar eru framleiddar eftir pöntunum. Biðtími eftir pöntunum er því 3-4 vikur að jafnaði.
Framleiðsluland
- Allar Lystadún-Snæland dýnur eru framleiddar af Vogue fyrir Heimilið í Síðumúla 30.
Ábyrgð
- 5 ára framleiðsluábyrgð er á öllum Lystadún-Snæland dýnum.
Vottanir
- Vogue notar einungis hráefni vottuð með Oeko-Tex Standard 100 umhverfisvottuninni við framleiðslu á öllum sínum heilsudýnum, rúmbotnum og höfðagöflum. Það þýðir að neytendur geta gengið að því vissu að Lystadún-Snæland heilsudýnur, rúmbotnar og höfðagaflar eru úr hráefnum sem eru laus við hættuleg eða skaðleg efni sem voru unnin með lágmörkun á umhverfisáhrifum að leiðarljósi.
- Allur svampur sem Vogue notar í Lystadún-Snæland heilsudýnur, rúmbotna og höfðagafla er fenginn frá stærsta svampframleiðanda í heimi, Carpenter Co. Allur sá svampur er vottaður með Oeko-Tex Standard 100.