GLUGGATJÖLD OG GARDÍNUR

Við hjá Vogue búum yfir áratugalangri reynslu af sölu, framleiðslu og uppsetningu gluggatjalda inn á allar stærðir heimila, fyrirtækja og stofnana.
Hafðu samband og ráðgjafar okkar aðstoða þig við að velja réttu gluggatjöldin fyrir rýmið þitt.

Allskyns lausnir
fyrir hverskyns rými

Hvort sem þig vantar smá dranga til að fullkomna stofuna, myrkvun í svefnherbergið eða strimla fyrir alla skrifstofuna, þá eigum við lausnir handa þér.

Rúllugardínur

Venjulegar, myrkvun eða screen; sérsmíðaðar að þínum þörfum

Við framleiðum rúllugardínur úr langflestum efnum sem hægt er að nýta í rúllugardínugerð. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval lita og þéttleika, og hægt er að sérpanta efni eigum við það ekki til á lager.

Hægt er að koma með eigin mál eða óska eftir mælingamanni gegn vægu gjaldi.

Fjölbreytt úrval

SCREEN
SCREEN
MYRKVUN
MYRKVUN
VENJULEGAR
VENJULEGAR

Plíseraðar gardínur

Stílhrein, orkusparandi, barnvæn og sérhæfð lausn

Sum rými þurfa sérhæfða lausn. Kannski er lögun rýmisins þannig að húsgögn geta ómögulega staðið annars staðar en fyrir glugganum þannig að erfitt er að draga upp hefðbundnar rúllugardínur. Kannski stendur glugginn út á sameiginlegan stigapall, eða út að göngustíg og ekki hlaupið að draga alveg frá án þess að svefnherbergið blasi við gangandi vegfarendum. Kannski er glugginn óvenjulegur í laginu eins og trapísa eða þrýhyrningur. 

Plíseraðar gardínur eru einstök að því leyti að hægt er að draga þær niður eða upp og því fullkomin í allskyns rými þar sem þú vilt geta stýrt því hversu mikil birta kemst inn til þín án þess að fórna friðhelgi einkalífsins algjörlega.

Hægt er að smíða plíseraðar gardínur í allskyns lagaða glugga sem hefðbundnar rúllugardínur myndu engan veginn passa í.

„Honeycomb“ hönnunin á þeim er að auki einangrandi og hjálpar til við að halda hitastýra heimilinu og hjálpa því til við orkusparnað.

Ekki sakar að á þeim er heldur ekkert band sem litlir óvitar geta flækt sig í og henta þau því mjög vel í barnaherbergi.

sérsniðið að þínum þörfum

Allskyns úrval

Við eigum mikið úrval af efnum á lager og bjóðum einnig upp á sérpöntun á efni frá Louvolite.

Allskyns stærðir

Þú útvegar okkur mál og lögun gluggans og við sníðum plíseraðar gardínur sem eru fullkomnar í rýmið þitt. Einnig er hægt að óska eftir mælingu frá okkur.

Strimlagluggatjöld

Fjölhæf og stílhrein lausn fyrir nútímaheimili

Strimlagluggatjöld eru einstaklega góð lausn í gólfsíða og hallandi glugga. Skrifstofur, stofnanir og sífellt fleiri heimili skarta miklum og fallegum gluggum sem fanga oftar en ekki mikilfenglegt og rándýrt útsýnini og þarf þá að velja gardínur sem vinna með því.

Strimlar eru því fullkomið val, því hægt er að stilla þá af með nákvæmni til að hleypa inn náttúrulegri birtu, minnka glampa á raftæki eða njóta algjörs næðis allt eftir þinni hentugsemi.

Day and Night gluggatjöld

Fullkomin stjórn og einstakt útlit

Day and Night gluggatjöld, einnig þekkt sem Vision eða Zebra gluggatjöld, gefa rýminu þínu strax einstakt og fallegt yfirbragð. Day and Night virka svipað og venjulegar rúllugardínur, nema hvað þær eru tveggja laga – eitt lagið gegnsætt og hitt myrkvandi.

Day and Night gardínur bjóða þér því upp á að stilla birtustigið á einfaldan hátt alveg nákvæmlega eins og þú vilt hafa það.

Gardínur og brautir

Hlýleiki og huggulegheit

Fátt fullkomnar rýmið eins og fallegar gardínur. Hvort sem þær hanga á stöng eða brautum þá eru þær punkturinn yfir i-ið og svo sannarlega gera hús að heimili.

Við bjóðum upp á ál og Z-brautir eftir málum og erum með alveg gífurlegt úrval af efnum í gardínur.

Efni

Við bjóðum upp á mikið úrval af efnum í gardínur til að sauma sjálfur, eða fá þær sérsaumaðar eftir máli af fagfólki með áratuga reynslu.

Brautir

Við sérsmíðum gardínubrautir í öll rými. Þú útvegar okkur mál eða færð mælingamann frá okkur.

Leyfðu okkur að aðstoða

Vantar þig ráðgjöf við val á gardínum? Viltu óska eftir tilboði? Vantar þig mælingamann eða uppsetningu? Sendu okkur línu og ráðgjafi frá okkur aðstoðar þig við hvað sem liggur þér á hjarta.