Vörumerki | |
---|---|
Vörutegund |
Hægindastólar |
VNR:
VERI-WIZZ-D-HP60
249.000kr.
Wizz – Hægindastóllinn sem Íslendingar elska.
Fallegur, nettur og umfram allt þægilegur.
Wizz hægindastólarnir eru hannaðir í Danmörku af fyrirtækinu Strictly Design. Vogue hefur selt Wizz og forvera hans Wizar núna í áraraðir og hafa viðskiptavinir okkar verið einstaklega ánægðir með stólana.
Þess vegna erum við óhrædd við að segja að Wizz sé hægindastóllinn sem Íslendingar elska.
Fótskemlinum er einfaldlega lyft upp með því að taka í armana og þrýsta sér aftur í stólinn.
Bakinu má síðan halla að vild með því að toga í litla stöng sem er á innanverðum hægri arminum.
Höfuðpúðann má svo stilla með einu laufléttu handtaki.
Wizz tau hægindastólarnir eru bólstraðir með áklæði frá Aquaclean, í þessu tilfelli áklæðinu Nordic. Áklæðið, sem er úr pólýester blöndu, er einstaklega slitsterkt og samkvæmt framleiðanda eld- og vatnshelt. Það litast einnig seint upp í sól og því ætti stóllinn þinn að halda fegurð sinni um ókomna tíð.
Aquaclean Nordic áklæðið er afar þægilegt að þrífa með því einfaldlega að strjúka yfir stólinn með rökum klút og hár loða illa við það. Því eru Wizz stólarnir sérstaklega gæludýravænir.
Breidd – 74cm
Dýpt – 50cm
Dýpt sætis – 50cm
Hæð – 114cm
Hæð upp í sæti – 52cm
Ekki með notendanafn?
Búa til aðgangÞú gætir unnið gjafabréf
Við drögum reglulega út gjafabréf þar sem heppinn póstlistavinur fær 15.000kr gjafabréf í Vogue fyrir heimilið. Við gefum póstlistavinum okkar fregnir af nýjungum en einnig sérstök tilboð og foraðgang að ýmsum tilboðum.
Hægt er að afskrá sig af póstlistanum hvenær sem er með því að smella á hlekk neðst í öllum okkar póstum. Þú finnur persónuverndarstefnu Vogue fyrir heimilið á vogue.is/personuvernd/ Þegar þú hefur smellt á skráningarhnappinn hér fyrir ofan gefur þú samþykki fyrir því að við megum nota þessar upplýsingar í samræmi við persónuverndarstefnu okkar.