VNR:
MOO-1069396
Moomin – Krús 30cl Sniff Blue
3.995kr.
Nýjustu meðlimir Moomin vörulínunnar nálgast lífið á ólíkan hátt. Hinn öra Snabba (Sniff) dreymir um frægð og frama en hinni spekingslegu Bísamrottu (Muskrat) þykir öll ólæti og ofgnótt tilgangslaus. Snabbi er kunnuglegt andlit í línunni en hér birtist Bísamrottan í fyrsta sinn.
Eins og sjá má á nýja borðbúnaðinum býður Snabbi skjaldböku upp á æskuseyði sem hann hefur fundið upp á en hún breytist síðan í hraðlest. Á hinni hliðinni má sjá Snabba standa á ströndinni við sólsetur – þar sem hann að sjálfsögðu lætur sig dreyma um frægð og frama. Við hliðina á Snabba er lítil vera sem kallast Skuggi. Hann er hjálpleg vera sem, líkt og nafnið gefur til kynna, og eltir Snabba og Múmínsnáða út um allt. Snabbi birtist hér í þriðja sinn á borðbúnaði Moomin.
Bollinn þolir uppþvottavél, örbylgjuofn og ofn.
Báðar myndskreytingarnar af Snabba og Bísamrottu voru gerðar af Tove Slotte, sem settist í helgan stein árið 2022 eftir þrjátíu ár í starfi hjá Moomin Arabia. Myndskreytingarnar tvær eru þær síðustu í sígildu vörulínunni eftir þennan dáða hönnuð, en múmínaðdáendur munu fá að njóta myndskreytinga hennar í öðrum Moomin-vörulínum á komandi árum.
Hinar sívinsælu Múmín vörur eru framleiddar af Arabia, dótturfyrirtæki Iittala. Heimur Múmínálfanna var búinn til af Tove Jansson á árunum 1945 til 1970, en hún sótti innblástur í eigið líf, fjölskyldu og vini. Einhverjir í kringum hana voru fullir af ást og gleði á meðan aðrir voru örlítið fúlir og elskuðu einveru. Allir þó frábærir á sinn hátt! Árlega koma nýjar vörur í takmörkuðu magni sem enginn Múmínaðdáandi má láta framhjá sér fara.Hinar sívinsælu Múmín vörur eru framleiddar af Arabia, dótturfyrirtæki Iittala. Heimur Múmínálfanna var búinn til af Tove Jansson á árunum 1945 til 1970, en hún sótti innblástur í eigið líf, fjölskyldu og vini. Einhverjir í kringum hana voru fullir af ást og gleði á meðan aðrir voru örlítið fúlir og elskuðu einveru. Allir þó frábærir á sinn hátt! Árlega koma nýjar vörur í takmörkuðu magni sem enginn Múmínaðdáandi má láta framhjá sér fara.