3.995kr.

Nýj­ustu meðlim­ir Moomin vöru­lín­unn­ar nálg­ast lífið á ólík­an hátt. Hinn öra Snabba (Sniff) dreym­ir um frægð og frama en hinni spek­ings­legu Bí­samrottu (Muskrat) þykir öll ólæti og of­gnótt til­gangs­laus. Snabbi er kunn­ug­legt and­lit í lín­unni en hér birt­ist al­vöru­gefni heim­spek­ing­ur Bí­samrott­an í fyrsta sinn, litla nag­dýr­ið með yf­ir­vara­skeggið.

„Hve til­gangs­laust það er að æða um í kjafta­gangi, byggja hús og elda mat og sanka að sér ver­ald­leg­um eig­um.“ Engu að síður er enn sumt sem hreyf­ir við heim­spek­ingn­um því þegar Bí­samrott­an fell­ur til jarðar úr upp­á­halds ból­inu sínu, hengi­rúmi í garði við múmín­húsið, fylg­ir því auðmýkj­andi sæmd­ar­skell­ur. Ver­andi nú þegar þreytt á eirðarleys­inu í múmín­hús­inu, flýr hún í strand­helli til þess að vera í ein­rúmi með hugs­un­um sín­um, en myndin aftan á bollanum sýnir það augnablik.

Bollinn þolir uppþvottavél, örbylgjuofn og ofn.

Til á lager

Báðar myndskreyt­ing­arn­ar af Snabba og Bí­samrottu voru gerðar af Tove Slotte, sem sett­ist í helg­an stein árið 2022 eft­ir þrjá­tíu ár í starfi hjá Moom­in Ar­ab­ia. Myndskreyt­ing­arn­ar tvær eru þær síðustu í sí­gildu vöru­lín­unni eft­ir þenn­an dáða hönnuð, en múmínaðdá­end­ur munu fá að njóta myndskreyt­inga henn­ar í öðrum Moom­in-vöru­lín­um á kom­andi árum.

Hinar sívinsælu Múmín vörur eru framleiddar af Arabia, dótturfyrirtæki Iittala. Heimur Múmínálfanna var búinn til af Tove Jansson á árunum 1945 til 1970, en hún sótti innblástur í eigið líf, fjölskyldu og vini. Einhverjir í kringum hana voru fullir af ást og gleði á meðan aðrir voru örlítið fúlir og elskuðu einveru. Allir þó frábærir á sinn hátt! Árlega koma nýjar vörur í takmörkuðu magni sem enginn Múmínaðdáandi má láta framhjá sér fara.Hinar sívinsælu Múmín vörur eru framleiddar af Arabia, dótturfyrirtæki Iittala. Heimur Múmínálfanna var búinn til af Tove Jansson á árunum 1945 til 1970, en hún sótti innblástur í eigið líf, fjölskyldu og vini. Einhverjir í kringum hana voru fullir af ást og gleði á meðan aðrir voru örlítið fúlir og elskuðu einveru. Allir þó frábærir á sinn hátt! Árlega koma nýjar vörur í takmörkuðu magni sem enginn Múmínaðdáandi má láta framhjá sér fara.