Hér er á ferðinni fyrsta flokks heilsudýna úr smiðju Lystadún-Snæland sem hefur framleitt íslensk heilsurúm í yfir 70 ár. Lystadún-Snæland og Vogue leggja mikla áherslu á að vinna einungis úr fyrsta flokks hráefni og því er allur svampur sem notaður er í dýnurnar okkar með Oeko-Tex Standard 100 umhverfisvottun.
Sóldís 20 heilsudýnan er lagskipt svampdýna fyrir þá sem vilja stífa dýnu, og jafnan og góðan stuðning.
Settu saman þína eigin draumadís!
Stífleiki
- Hægt er að velja um mjúka eða stífa dýnu. Á stærri dýnum er hægt að velja „Mjúk / Stíf“ og þá smíðum við dýnuna þannig að einn helmingur dýnunnar er mjúkur og hinn stífur.
Dýnuver
- Innofa™ dýnuverið er gert úr sterku og teygjanlegu pólýester sem að tryggir góða endingu. Dýnuverið er sömuleiðis vatterað sem að eykur yfirborðsþægindi dýnunar og bætir kælingu.
- Ólíkt flestum innfluttum dýnum er rennilás á dýnuverunum okkar. Það þýðir að hægt er að klæða dýnurnar úr og þvo dýnuverið sem er auðvitað algjört lykilatriði í góðri umhirðu dýnunnar þinnar.
- Innofa™ dýnuverið má þvo á 30°C.
Stuðningur og þægindi
- 20cm lagskiptur svampkjarni.
Í mýkri útgáfunni er neðra lagið úr 15cm af millimjúkum LuxComfort kaldsvampi og efra lagið úr 5cm af Supersoft kaldsvampi.
Í stífari útgáfunni er neðra lagið úr 15cm af stífum RigiFoam kaldsvampi og efra lagið úr 5cm af Supersoft kaldsvampi.
Kantar
- Kantarnir á Sóldís dýnunum eru stífir og góðir. Því er engin hætta á að maður renni út á gólf þegar maður sest á rúmkantinn.
-
Lystadún-Snæland heilsudýnur og rúmbotnar eru framleiddar eftir pöntunum. Biðtími eftir pöntunum er því 3-4 vikur að jafnaði.
Framleiðsluland
- Allar Lystadún-Snæland dýnur eru framleiddar af Vogue fyrir Heimilið í Síðumúla 30.
Ábyrgð
- Vogue notar einungis hráefni vottuð með Oeko-Tex Standard 100 umhverfisvottuninni við framleiðslu á öllum sínum heilsudýnum, rúmbotnum og höfðagöflum. Það þýðir að neytendur geta gengið að því vissu að Lystadún-Snæland heilsudýnur, rúmbotnar og höfðagaflar eru úr hráefnum sem eru laus við hættuleg eða skaðleg efni sem voru unnin með lágmörkun á umhverfisáhrifum að leiðarljósi.
- Allur svampur sem Vogue notar í Lystadún-Snæland heilsudýnur, rúmbotna og höfðagafla er fenginn frá stærsta svampframleiðanda í heimi, Carpenter Co. Allur sá svampur er vottaður með Oeko-Tex Standard 100.