Sendingarleiðir

Afhendingarmátar

Höfuðborgarsvæðið
Suðvesturhornið

Eimskip og samstarfsaðilar þeirra sjá um sendingar á pöntunum til viðskiptavina okkar á Suðvesturhorninu. Þau póstnúmer sem falla undir þann hluta má sjá með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Landsbyggðin

Eimskip og samstarfsaðilar þeirra sjá um sendingar á pöntunum til viðskiptavina okkar á landsbyggðinni en sú þjónusta nær til 94% landsmanna. Þau póstnúmer sem falla undir þann hluta má sjá með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.
Íslandspóstur þjónustar þau póstnúmer sem ekki er að finna hér fyrir neðan.

Vogue fyrir heimilið hefur ávallt lagt ríka áherslu á að veita viðskiptavinum fyrsta flokks þjónustu hvar á landinu sem þeir kunna að búa.
Hluti þeirrar þjónustu er að koma vörunni heim til þín á fljótan og öruggan máta á sanngjörnu verði. Í vefversluninni okkar er allur sendingarkostnaður reiknaður til fulls í körfunni og öll gjöld greidd um leið og gengið er frá pöntun.

Stærðarflokkar sendinga

Við flokkum vörurnar okkar í eftirfarandi stærðarflokka sem ákvarða endanlegan sendingarkostnað og mögulega sendingarmáta. Séu margar vörur í körfu í mismunandi stærðarflokkum er ávallt dýrasti stærðarflokkurinn sem ræður endanlegum sendingarkostnaði.

  1. XS - Smávara úr vefnaðarvöru. Vörur sem komast fyrir í umslagi.
  2. S - Gjafavara og mjúkvara.
  3. M - Stærri gjafavara og minni húsgögn, t.d. lampar, borðstofustólar o.s.frv.
  4. L - Stærri húsgögn, t.d. hægindastólar og sófaborð.
  5. XL - Stærstu húsgögnin. Sófar, borðstofuborð og rúm.

Flokkur XL er með lágmarksgjald og fylgir svo rúmmálsreiknireglu flutningsaðila. Því getur verð verið breytilegt eftir því hvort verið er að senda borðstofuborð eða stillanlegt hjónarúm.

Hafir þú einhverjar spurningar er varða afhendinga og sendingarmáta skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur.