Hnjápúði
Contour hnjápúði úr smiðju Lystadún Snæland og Vogue fyrir heimilið. Hannaður í samstarfi við sjúkraþjálfara með það markmið að auka stuðning við hné og mjaðmir en einnig til að ná fram betri slökun í mjóbaki. Hnjápúðinn hefur hjálpað mörgum, meðal annars þeim sem hafa spennu í mjóbaki en einnig fólki á meðgöngu eða þeim sem eru jafna sig eftir aðgerð.
Þykkt: 15cm (8cm í miðju)
Breidd: 26cm
Svampur: Celcius þrýstijöfnunarsvampur. Með Oeko-Tex Standard 100 laus við hættuleg eða skaðleg efni, unnin með lágmörkun á umhverfisáhrifum að leiðarljósi.