Aftur í vörulista
Eberle 'BELLANA DELUXE' - Teygjulak (Curry) Original price was: 10.900kr. – 16.900kr..Current price is: 7.630kr. – 11.830kr..

WATERLILY – Yfirdýna

38.900kr.99.244kr.

Góð yfirdýna getur gert gott rúm ennþá betra. Waterlily yfirdýnan er íslensk hönnun og íslensk framleiðsla.

Vörumerki

Vörutegund

Yfirdýnur

VNR: lystadun-yfirdyna-lux-122

Hágæða Lystadún-Snæland yfirdýna úr smiðju Vogue fyrir heimilið.

Yfirdýnan er gerð úr sérlega mjúkum, efnismiklum og umhverfisvænum fyrsta flokks kaldsvampi sem heitir Waterlily® ​og veitir alveg einstaka yfirborðsmýkt. Þrátt fyrir þessa miklu mýkt gefur Waterlily®​ þér allan þann stuðning sem þú nauðsynlega þarft fyrir góðan nætursvefn. Auk þess er dýnan alveg sérstaklega vel fjaðrandi. Waterlily®​ kaldsvampurinn er gataður þannig að hann andar ótrúlega vel sem eykur loftflæði, kælingu og dregur þannig úr rakamyndun í dýnunni.

​Afhverju yfirdýnu?

  • Yfirdýnur eru yfirleitt notaðar til þess að breyta yfirborðsmýkt rúms. Algengast er að fólk noti yfirdýnur til að lífga upp á gömul rúm sem farin eru að slitna eða sjá á. Hinsvegar getur góð yfirdýna einnig gert góða, nýja dýnu enn betri, til dæmis ef þú hefur fundið hinn fullkomna stífleika sem veitir þér akkúrat þann stuðning sem þú vilt en þér finnst vanta ögn uppá yfirborðsmýktina. Þá getur yfirdýna verið það sem fullkomnar dýnuna – bara rétt smá mýking á topplagið.

​Þykkt

  • Yfirdýnan er 5cm þykk.

Dýnuver

  • Allar yfirdýnurnar okkar koma klæddar í Innofa Frotte dýnuver. Innofa Frotte dýnuverið er gert úr sterku og teygjanlegu pólýester sem að tryggir góða endingu.
  • Innofa Frotte dýnuverið er með rennilás. Það þýðir að hægt er að klæða dýnurnar úr og þvo dýnuverið sem er auðvitað algjört lykilatriði í góðri umhirðu dýnunnar þinnar.
  • Innofa Frotte dýnuverið má þvo á 40°c.

Afhendingartími

  • Lystadún-Snæland yfirdýnur eru framleiddar eftir pöntunum. Biðtími eftir pöntunum er um 7-10 virkir dagar að jafnaði.

Framleiðsluland

  • Allar Lystadún-Snæland dýnur eru framleiddar af Vogue fyrir heimilið í Síðumúla 30.

Ábyrgð

  • 5 ára framleiðsluábyrgð er á öllum Lystadún-Snæland dýnum.

Sérlausnir

  • Finnurðu ekki stærðina þína hér fyrir ofan? Við getum framleitt yfirdýnur í nánast hvaða stærð sem er. Sendu okkur línu á vogue@vogue.is og við græjum yfirdýnu í þinni stærð!

Vottanir

  • Vogue notar einungis hráefni vottuð með Oeko-Tex Standard 100  umhverfisvottuninni við framleiðslu á öllum sínum heilsudýnum, rúmbotnum og höfðagöflum. Það þýðir að neytendur geta gengið að því vissu að Lystadún-Snæland heilsudýnur, rúmbotnar og höfðagaflar eru úr hráefnum sem eru laus við hættuleg eða skaðleg efni sem voru unnin með lágmörkun á umhverfisáhrifum að leiðarljósi.
  • Allur svampur sem Vogue notar í Lystadún-Snæland heilsudýnur, rúmbotna og höfðagafla er fenginn frá stærsta svampframleiðanda í heimi, Carpenter Co. Allur sá svampur er vottaður með Svansmerkinu. Svansmerkið er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem tekur til alls lífsferils vöru og þjónustu. Svansvottuð vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna.