Vöggudýna (tvær tegundir – 6cm)

11.700kr.

Sérsniðin íslensk vöggudýna úr smiðju Lystadún Snæland og Vogue.

Stærð: 45x80cm
Þykkt: 6cm

Fáanleg sporöskjulaga eða ferköntuð.

Vörumerki

VNR: ls-voggudyna-6cm

Vöggudýnurnar eru einfaldar 6cm þykkar svampdýnur sem eru almennt til á lager.

Vöggudýnurnar passa í flestar gerðir af ungbarnavöggum, meðal annars sívinsælu ungbarnavöggurnar frá Blindravinnustofunni, en finnir þú ekki þína stærð er lítið mál að framleiða dýnu í hvaða málum sem er.

Vöggudýnurnar eru til í tveimur útfærslum, annars vegar ferkantaðar og hinsvegar sporöskjulaga.

Lystadún-Snæland hefur framleitt vöggu og barnadýnur í yfir 70 ár og hafa alltaf lagt mikla áherslu á að vinna einungis úr fyrsta flokks hráefni. Því eru öll hráefni sem notuð eru í dýnurnar okkar með Oeko-Tex Standard 100 umhverfisvottun.

Stífleiki

  • Vöggudýnurnar eru úr 6cm þykkum 22kg kaldsvampi sem gefur góðan stuðning og yfirborðsmýkt.

Dýnuver

  • Allar barnadýnurnar okkar koma klæddar í Innofa Frotte dýnuver. Innofa Frotte dýnuverið er gert úr sterku og teygjanlegu pólýester sem að tryggir góða endingu.
  • Innofa Frotte dýnuverið er með rennilás. Það þýðir að hægt er að klæða dýnurnar úr og þvo dýnuverið sem er auðvitað algjört lykilatriði í góðri umhirðu dýnunnar þinnar.
  • Innofa Frotte dýnuverið má þvo á 40°C.
Afhendingartími
  • Lystadún-Snæland vöggudýnurnar eru alla jafna til á lager. Biðtími eftir sérpöntunum er um 7-10 virkir dagar að jafnaði
  • Hægt er að senda okkur fyrirspurn á vogue@vogue.is ef óskað er eftir því að við sérsmíðum barnadýnu eftir máli.

Framleiðsluland

  • Allar Lystadún-Snæland dýnur eru framleiddar af Vogue fyrir heimilið í Síðumúla 30.

Ábyrgð

  • 5 ára framleiðsluábyrgð er á öllum Lystadún-Snæland dýnum.

Vottanir

  • Vogue notar einungis hráefni vottuð með Oeko-Tex Standard 100  umhverfisvottuninni við framleiðslu á öllum sínum heilsudýnum, rúmbotnum og höfðagöflum. Það þýðir að neytendur geta gengið að því vissu að Lystadún-Snæland heilsudýnur, rúmbotnar og höfðagaflar eru úr hráefnum sem eru laus við hættuleg eða skaðleg efni sem voru unnin með lágmörkun á umhverfisáhrifum að leiðarljósi.
  • Allur svampur sem Vogue notar í Lystadún-Snæland heilsudýnur, rúmbotna og höfðagafla er fenginn frá stærsta svampframleiðanda í heimi, Carpenter Co. Allur sá svampur er vottaður með Oeko-Tex Standard 100  umhverfisvottuninni.

Finnur þú ekki þína stærð?

Við sérsmíðum dýnur í öllum stærðum og gerðum. Sendu okkur línu með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan og ráðgjafi frá okkur mun hjálpa þér að smíða draumadýnuna þína.