Virva borðlampinn kemur í tveimur mildum jarðlitum, Linen og Dark Grey, báðir litir sem passa einstaklega vel inn á íslensk heimili.
Lampinn var hannaður af Matti Klenell árið 2019.
Frá árinu 1881 hefur Iittala lagt áherslu á að bæta daglegt líf með hagnýtum og fallegum hönnunarvörum. Það sem hófst sem lítil glerverksmiðja í samnefndu þorpi í Finnlandi hefur vaxið í alþjóðlegt hönnunarmerki sem hefur mótað norrænan lífsstíl um heim allan.
Kjarninn í hönnun Iittala er tímalaust útlit, endingargæði og notagildi. Hlutirnir eru gerðir til að endast, ekki aðeins í efni heldur líka í stíl – og eru ætlaðir til daglegrar notkunar, kynslóð fram af kynslóð.