Iittala – Valkea kertastjaki (6cm – Grey)
2.990kr. Original price was: 2.990kr..2.392kr.Current price is: 2.392kr..
Fallegur og stílhreinn Valkea kertastjaki hannaður af Harri Koskinen. Kertastjakinn fæst í 9 mismunandi fallegum litum sem skemmtilegt er að blanda saman. Falleg gjöf eða til að prýða heimilið.
Kertastjakinn er 6cm að stærð.
Valkea stjakinn var hannaður af Harri Koskinen árið 2018. Stjakinn hefur klassískar og mjúkar línur og fæst í 9 fallegum litum. Valkea stjakinn vísar í stemninguna í Norður Finnlandi þar sem fólk nýtur dimmunnar á veturna og haustin. Finnsk heimili eru flest skreytt flöktandi kertaljósum sem skapa notalegt og vinalegt andrúmsloft. Finnska orðið valkea merkir „hvítur”.
Frá árinu 1881 hefur Iittala lagt áherslu á að bæta daglegt líf með hagnýtum og fallegum hönnunarvörum. Það sem hófst sem lítil glerverksmiðja í samnefndu þorpi í Finnlandi hefur vaxið í alþjóðlegt hönnunarmerki sem hefur mótað norrænan lífsstíl um heim allan.
Kjarninn í hönnun Iittala er tímalaust útlit, endingargæði og notagildi. Hlutirnir eru gerðir til að endast, ekki aðeins í efni heldur líka í stíl – og eru ætlaðir til daglegrar notkunar, kynslóð fram af kynslóð.
