TEEMA – Pottur (2,3ltr-linen)
12.790kr. Original price was: 12.790kr..10.232kr.Current price is: 10.232kr..
Fallegur, einfaldur og tímalaus pottur með loki úr Teema borðbúnaðarlínunni frá Iittala, hönnuð af Kaj Franck.
Potturinn er 2,3ltr að stærð.
Teema borðbúnaðarlínan frá Iittala var hönnuð af Kaj Franck árið 1952. Vörulínan er í senn einföld, fjölhæf, endingargóð og tímalaus. Stellið er fáanlegt í nokkrum litum sem gaman er að raða saman og hún blandast einnig mjög vel með öðrum borðbúnaðarlínum frá Iittala.
Frá árinu 1881 hefur Iittala lagt áherslu á að bæta daglegt líf með hagnýtum og fallegum hönnunarvörum. Það sem hófst sem lítil glerverksmiðja í samnefndu þorpi í Finnlandi hefur vaxið í alþjóðlegt hönnunarmerki sem hefur mótað norrænan lífsstíl um heim allan.
Kjarninn í hönnun Iittala er tímalaust útlit, endingargæði og notagildi. Hlutirnir eru gerðir til að endast, ekki aðeins í efni heldur líka í stíl – og eru ætlaðir til daglegrar notkunar, kynslóð fram af kynslóð.
