2.890kr.

Taika vörulínan „töfrar“ á finnsku, lífgar uppá hugmyndaflugið með því að sameina lifandi list hönnuðarins Klaus Haapaniemi og hagnýta hönnun Heikki Orvola.

Kaffi-og cappuccinobollinn í vörulínu Taika gefur sérhverri kaffistund ákveðinn sjarma. Tilvalið er að safna ólíkum bollum úr vörulínunni.

Bollinn er falleg afmælisgjöf, innflutningsgjöf eða sem gjöf handa sjálfum sér.

Bollinn er 0,2ltr að stærð.

Out of stock

Vörumerki

VNR: IIT-1012485

Taika borðbúnaðarlínan frá Iittala var hönnuð af Klaus Haapaniemi. Taika merkir töfrar á finnsku, en nafnið á vel við um þetta ævintýralega stell. Taika borðbúnaðurinn fæst í nokkrum litum sem gaman er blanda saman en einnig er fallegt að blanda Taika stellinu við aðrar borðbúnaðarlínur frá Iittala, Teema sem dæmi.

Frá árinu 1881 hefur Iittala lagt áherslu á að bæta daglegt líf með hagnýtum og fallegum hönnunarvörum. Það sem hófst sem lítil glerverksmiðja í samnefndu þorpi í Finnlandi hefur vaxið í alþjóðlegt hönnunarmerki sem hefur mótað norrænan lífsstíl um heim allan.

Kjarninn í hönnun Iittala er tímalaust útlit, endingargæði og notagildi. Hlutirnir eru gerðir til að endast, ekki aðeins í efni heldur líka í stíl – og eru ætlaðir til daglegrar notkunar, kynslóð fram af kynslóð.