Vörumerki |
---|
VNR:
ROW-120786
168.800kr.
Brooksville lúxusstofuborð í Japandi stíl þar sem skandinavísk hönnun mætir japanskri naumhyggju. Hringlaga borðplatan úr einstökum Emperador-marmara ásamt FSC vottuðum, brúnum viðarfótum gefa þér endingargott stofuborð og friðsæla tilfinningu í herberginu. Sófaborðið er hluti af Brooksville línunni þar sem hægt er að velja á milli borðfóta úr brúnum eða hvítkölkuðum viði og hringlaga eða ferhyrndrar borðplötu í brúnum eða hvítum marmara.
Athugið að marmari er náttúrulegur steinn sem þýðir að litafrávik og ójafnt yfirborð getur verið í borði og eru efni tveggja borða aldrei nákvæmlega eins.
Þvermál: 90 cm
Hæð: 42 cm (þar af 2 cm í plötu)
Toppur úr ekta marmara (brúnn Emperador), fætur úr MDF með eikarspóni í lakkaðri áferð.
Rowico er sænskt fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 1971. Rowico leggur ríka áherslu á hönnun á hágæða húsgögnum sem skera sig úr en eru á sama tíma í takt við nýjustu strauma hverju sinni. Rowico er með gott auga fyrir smáatriðum og notar til að mynda mikið vistvænt timbur og burstað eða húðað stál í sín húsgögn sem gerir hvert húsgagn sérstakt. Framúrskarandi gæði í virkilega fallegum og nútímalegum húsgögnum frá Rowico sem grípa augað í hvaða rými sem þau prýða.
Rowico Home hugsar um náttúruna og nýtir auðlindir hennar á sem bestan hátt. Húsgögn sem eru FSC® vottuð þýðir að allt timbur kemur frá ábyrgri skógrækt sem virðir bæði fólk og umhverfi.
FSC stendur fyrir Forest Stewardship Council®, sem er óháð, alþjóðleg aðildarsamtök sem vinna að umhverfisvænni, samfélagslega ábyrgri og efnahagslega öflugri nýtingu á skógum heimsins með FSC vottunarkerfi sínu. Til að fyrirtæki geti kallað sig FSC® vottað þarf það að hafa 100% stjórn á aðfangakeðjum sínum og birgðum. Reglulegar úttektir eru gerðar af utanaðkomandi aðila.
Ekki með notendanafn?
Búa til aðgangÞú gætir unnið gjafabréf
Við drögum reglulega út gjafabréf þar sem heppinn póstlistavinur fær 15.000kr gjafabréf í Vogue fyrir heimilið. Við gefum póstlistavinum okkar fregnir af nýjungum en einnig sérstök tilboð og foraðgang að ýmsum tilboðum.
Hægt er að afskrá sig af póstlistanum hvenær sem er með því að smella á hlekk neðst í öllum okkar póstum. Þú finnur persónuverndarstefnu Vogue fyrir heimilið á vogue.is/personuvernd/ Þegar þú hefur smellt á skráningarhnappinn hér fyrir ofan gefur þú samþykki fyrir því að við megum nota þessar upplýsingar í samræmi við persónuverndarstefnu okkar.