Vörumerki |
---|
VNR:
SOD-727650
10.995kr.
Gerðu svefnherbergið að enn fallegri griðarstað með þessu Poetry rúmteppi frá Södahl.
Þetta létta og fína rúmteppi er úr 100% ofinni bómull. Rúmteppið gefur notalegheit og örlítinn, mildan lit í herbergið án þess að vera afgerandi eða taka neitt frá öðru.
Teppið hefur óslétta áferð og hvert horn hefur litla skúfa/dúska sem saman gefa örlítið bóhemískt útlit. Teppin fást í nokkrum litum sem allir eru mildir og róandi.
Teppið er hálfgegnsætt og ofurlétt svo ekki er hætta á rakamyndun undir því eins og hætta getur verið á með sum rúmteppi. Hönnunin stuðlar að tilgerðarlausu og afslappuðu andrúmslofti.
Litur: Leir
Efni: 100% bómull
Danska vörumerkið Södahl býður upp á mikið úrval af fallegum textílvörum fyrir heimilið, svo sem rúmföt, borðdúka, viskastykki, handklæði, púða, teppi og fleira. Tískustraumar og sjálfbærni fara saman hönd í hönd hjá Södahl, en flestar þeirra vörur eru Oeko-Tex® vottaðar ásamt því sem allar barnavörur eru með hina vistvænu GOTS vottun.
Ekki með notendanafn?
Búa til aðgangÞú gætir unnið gjafabréf
Við drögum reglulega út gjafabréf þar sem heppinn póstlistavinur fær 15.000kr gjafabréf í Vogue fyrir heimilið. Við gefum póstlistavinum okkar fregnir af nýjungum en einnig sérstök tilboð og foraðgang að ýmsum tilboðum.
Hægt er að afskrá sig af póstlistanum hvenær sem er með því að smella á hlekk neðst í öllum okkar póstum. Þú finnur persónuverndarstefnu Vogue fyrir heimilið á vogue.is/personuvernd/ Þegar þú hefur smellt á skráningarhnappinn hér fyrir ofan gefur þú samþykki fyrir því að við megum nota þessar upplýsingar í samræmi við persónuverndarstefnu okkar.