12.900kr.

Ávalur stuðningspúði sem veitir góðan stuðning við mjóbakið. Púðinn er úr þéttum svampi sem lagar sig að bakinu, styður við hryggsúluna og viðheldur náttúrulegri sveigju hennar. Aftan á púðanum er teygja til að festa hann við bakið á stólnum. Hvort sem þú situr við skrifborð, í hægindastól eða í bílnum hjálpar púðinn til við að bæta líkamsstöðu, minnka þrýsting og draga úr óþægindum.

Púðinn er klæddur slitsterku efni sem auðvelt er að taka af og þrífa.

Stærð: 33 x 40cm

Íslensk hönnun og framleiðsla.
Hægt að fá púðann sérgerðan hafðu samband á vogue@vogue.is til að fá nánari upplýsingar.