Í pakkanum eru langar, miðlungs langar og styttri saumnálar sem eru gerðar úr hertu stáli og endast því gríðarlega vel og nánast ómögulegt að brjóta þær eða sveigja (jafnvel minnstu nálarnar). Saumnálarnar eru allar með gylltu auga svo auðvelt er að sjá augað og þræða í gegnum það. Nálarnar eru spegilsléttar og oddurinn mjög beittur svo þær fara auðveldlega í gegnum hvaða efni sem er og fara því vel með það efni sem unnið er með hverju sinni.
Saumnálarnar eru sérstaklega góðar og eru þær notaðar í allan hefðbundinn saumaskap. Margir neytendur eru sérstaklega hrifnir af lengri nálunum vegna þess að grip þeirra er svo gott. Aftur á móti velja reynslumeiri neytendur oft miðlungslöngu saumnálarnar í flóknari saumaskap og eru líka vinsælar sökum þess hversu hratt þær sauma.