Iittala – Nappula kertastjaki (183mm Aqua)
9.890kr. Original price was: 9.890kr..7.912kr.Current price is: 7.912kr..
Nappula kertastjakinn frá Iittala var hannaður af Matti Klenell. Hann sótti innblástur sinn fyrir hringlaga lögunina í fætur sérkennilegs borðs sem hann sá þegar hann heimsótti glersafnið í Nuutajärvi. Nappula er falleg blanda af klassískri og nútímalegri hönnun og mun standast tímans tönn. Sterkur botn tryggir að kertastjakinn sé stöðugur.
Nýir litir í Nappula línunni 2025 eru Aqua og Light Lilac.
Þvermál: 9,2 cm
Hæð: 18,3 cm
Frá árinu 1881 hefur Iittala lagt áherslu á að bæta daglegt líf með hagnýtum og fallegum hönnunarvörum. Það sem hófst sem lítil glerverksmiðja í samnefndu þorpi í Finnlandi hefur vaxið í alþjóðlegt hönnunarmerki sem hefur mótað norrænan lífsstíl um heim allan.
Kjarninn í hönnun Iittala er tímalaust útlit, endingargæði og notagildi. Hlutirnir eru gerðir til að endast, ekki aðeins í efni heldur líka í stíl – og eru ætlaðir til daglegrar notkunar, kynslóð fram af kynslóð.
