Vörumerki |
---|
VNR:
MOO-1064308
4.490kr.
Winter Wonders er vetrarlína ársins 2022.
Einstök og lífleg krús frá Moomin. Krúsirnar koma í tveimur stærðum; hefðbundni bollinn/krúsin eins og þessi tekur 30cl en einnig fást 40cl krúsir.
Bollarnir þola allir uppvottavél og eru úr postulíni.
Myndefnið segir frá því þegar undarleg persóna heimsækir Múmíndal. Þetta er herra Brisk, en hann elskar vetraríþróttir meira en allt. Hann hvetur íbúa Múmíndals til að prufa mismunandi íþróttir og reynir að kenna þeim á skíði og skauta. Sjálfur stundar hann framúrstefnulegt sund.
Herra Brisk sker stórt gat í ísinn og Mímlan fylgist skelfingu lostin með. Hún endar með að falla fyrir herra Brisk en henni finnst hann mjög karlmannlegur og valdamikill á að líta. Til að heilla herra Brisk ákveður Mímlan að æfa sig á skautum í laumi á nóttunni. Þar sem herra Brisk er mjög sjálfhverfur þá tekur hann ekki eftir Mímlunni eða viðleitni hennar.
Múmínálfarnir reyna að skauta en það gengur ekkert svakalega vel hjá þeim. Ekkert þeirra kann að skauta og fljótlega skipta þau yfir í aðrar íþróttir. Múmínálfarnir gleðjast þegar sjórinn bráðnar og herra Brisk er farinn.
Hinar sívinsælu Múmínvörur eru framleiddar af Arabia, dótturfyrirtæki Iittala.
Heimur Múmínálfanna var búinn til af Tove Jansson á árunum 1945 til 1970, en hún sótti innblástur í eigið líf, fjölskyldu og vini þar sem sumir voru fullir af ást og gleði á meðan aðrir voru örlítið fúlir og elskuðu einveru (allir þó frábærir á sinn hátt).
Reglulega koma nýjar vörur í línuna, sumar í takmörkuðu magni sem enginn Múmínaðdáandi má láta framhjá sér fara.
Ekki með notendanafn?
Búa til aðgangÞú gætir unnið gjafabréf
Við drögum reglulega út gjafabréf þar sem heppinn póstlistavinur fær 15.000kr gjafabréf í Vogue fyrir heimilið. Við gefum póstlistavinum okkar fregnir af nýjungum en einnig sérstök tilboð og foraðgang að ýmsum tilboðum.
Hægt er að afskrá sig af póstlistanum hvenær sem er með því að smella á hlekk neðst í öllum okkar póstum. Þú finnur persónuverndarstefnu Vogue fyrir heimilið á vogue.is/personuvernd/ Þegar þú hefur smellt á skráningarhnappinn hér fyrir ofan gefur þú samþykki fyrir því að við megum nota þessar upplýsingar í samræmi við persónuverndarstefnu okkar.