4.890kr.

Vetrarbollinn 2023 frá Moomin, Sliding.

Múmínpabbi hefur ákveðið að þennan veturinn skuli Múmínálfarnir ekki leggjast í dvala. Hinn kappfulli Hr. Virkkunen (e. Mr Brisk) mætir í Múmíndalinn og skorar á alla í allskyns vetraríþróttum, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Myndin í ár er fengin úr „Moomin’s Winter Follies“ sem kom út 1955.

Listakonan Tove Slotte hefur hér endurgert upphaflegu Moomin teikningarnar frá Tove Jansson af mikilli snilld. Bollarnir þola uppvottavél, eru úr postulíni og taka 30 cl. Hæð bollans er 8,1 cm og þvermál hans er 8,3 cm en við haldið er það 11,6 cm.

Til á lager

Vörumerki

Vörutegund

Bollar

VNR: MOO-1068266
Hinar sívinsælu Múmín vörur eru framleiddar af Arabia, dótturfyrirtæki Iittala. Heimur Múmínálfanna var búinn til af Tove Jansson á árunum 1945 til 1970, en hún sótti innblástur í eigið líf, fjölskyldu og vini. Einhverjir í kringum hana voru fullir af ást og gleði á meðan aðrir voru örlítið fúlir og elskuðu einveru. Allir þó frábærir á sinn hátt! Árlega koma nýjar vörur í takmörkuðu magni sem enginn Múmínaðdáandi má láta framhjá sér fara.