4.490kr.

Með samstarfi Arabia og Rauða krossins er vináttu og góðvild fagnað. Útkoman er vörulína sem er myndskreytt upprunalegum teikningum Tove Jansson fyrir Rauða Krossinn.
Í tilefni af samstarfinu er fólk um allan heim hvatt til að sýna hverju öðru góðvild með litlum góðverkum.

Stærð disksins er 19cm.

Upprunalegar teikningar Tove Jansson fyrir Rauða krossinn

Vörulínan er skreytt teikningum sem Tove Jansson gerði fyrir Rauða krossinn í Finnlandi árið 1963. Teikningarnar eru í áberandi

og auðþekkjanlegum stíl og sýna m.a. blómstrandi rauð blóm, Míu litlu með kúst, Múmínsnáðann að klifra upp stiga og Snúð sitjandi við varðeld með vinum sínum. Takmarkaðar upplýsingar eru til um bakgrunn teikninganna aðrar en að þær voru upphaflega gerðar til að myndskreyta stundaskrá fyrir börn.

Framlag fyrir hvern seldan hlut

Vörulínan inniheldur tvo bolla, tvo diska í mismunandi stærðum og skál. Fyrir hvern seldan hlut hér á landi fer 1 Evra til góðgerðarstarfs Rauða krossins á Íslandi.

Megin skilaboðin eru þau að hvert og eitt okkar getur skipt sköpum við að gera heiminn vinalegri með gjörðum okkar.

Moments of Kindness – litlar gjörðir, mikil áhrif

Í tilefni samstarfs Arabia og Rauða krossins er fólk um allan heim hvatt til að sýna hverju öðru góðvild með litlum góðverkum sem geta mögulega haft mikil áhrif. Þetta gæti t.d. verið að bjóðast til að halda á innkaupapokum fyrir ókunnugan, skrifa fallega orðsendingu til samstarfsmanns, senda póstkort til ættingja eða jafnvel kaupa
blóm fyrir ástvin. Eins væri einfaldlega hægt að styðja við starfsemi Rauða krossins.

“Við viljum gjarnan hvetja fólk til að sýna öðrum góðvild og þannig lífga uppá dag náungans. Ég held að við getum öll sammælst um að í augnablikinu þarf heimurinn á meiri góðvild, vináttu og samveru að halda en nokkru sinni fyrr. Múmínfjölskyldan sýnir okkur öllum gott fordæmi með samkennd og tillitssemi sinni.” segir Mirka Paasikangas, alþjóðlegur almannatengsla- og samskiptastjóri hjá Arabia.

Vörurnar fara í sölu á Íslandi 29. ágúst 2022 og verða í boði út árið eða á meðan birgðir endast.

Til á lager

Vörumerki

VNR: MOO-1064954

Hinar sívinsælu Múmín vörur eru framleiddar af Arabia, dótturfyrirtæki Iittala. Heimur Múmínálfanna var búinn til af Tove Jansson á árunum 1945 til 1970, en hún sótti innblástur í eigið líf, fjölskyldu og vini. Einhverjir í kringum hana voru fullir af ást og gleði á meðan aðrir voru örlítið fúlir og elskuðu einveru. Allir þó frábærir á sinn hátt! Árlega koma nýjar vörur í takmörkuðu magni sem enginn Múmínaðdáandi má láta framhjá sér fara.

Hinar sívinsælu Múmín vörur eru framleiddar af Arabia, dótturfyrirtæki Iittala. Heimur Múmínálfanna var búinn til af Tove Jansson á árunum 1945 til 1970, en hún sótti innblástur í eigið líf, fjölskyldu og vini. Einhverjir í kringum hana voru fullir af ást og gleði á meðan aðrir voru örlítið fúlir og elskuðu einveru. Allir þó frábærir á sinn hátt! Árlega koma nýjar vörur í takmörkuðu magni sem enginn Múmínaðdáandi má láta framhjá sér fara.