House Nordic – Monroe stóll Natur
99.800kr.
Einstakur stóll frá danska merkinu House Nordic. Stóllinn er í fallega ljósu áklæði, yrjóttu og grófofnu. Armar stólsins eru mjög afgerandi og gefa honum þetta sérstaka útlit. Stóllinn virkar bæði sem borðstofustóll og sem léttur hægindastóll (athugið þó að bakið er ekki mjög hátt miðað við hægindastól).
Efni: Pólýester, svampur, krossviður
Tegund efnis: Lykkjugarn
Lengd: 55 cm
Breidd: 58 cm
Heildarhæð: 74 cm
Sethæð: 45 cm
Setdýpt: 50 cm
Þyngd: 14 kg
Stóllinn þolir allt að: 110 kg
House Nordic er húsgagnaheildsala frá Danmörku með gríðarlegt úrval af fallegum, stílhreinum og hagkvæmum húsgögnum. Starfsfólk House Nordic hefur brennandi áhuga á húsgögnum, hönnun og innanstokksmunum sem skilar sér svo sannarlega í vöruúrvali þeirra. Skandinavískur minimalismi er ríkjandi en þó má sjá hvar þau sækja innblástur í aðrar hönnunarstefnur.
