Hægt er að velja flestar staðlaðar evrópskar og amerískar stærðir af rúmbotnum hér fyrir ofan. Finnir þú ekki þína stærð skaltu endilega hafa samband við okkur á vogue@vogue.is og fá tilboð í þinn botn.
Hafa skal ávallt í huga hvort að rúmbotninn komist inn fyrir hússins dyr og inní herbergi í heilu lagi þar sem rúmbotninn kemur fullsamsettur og bólstraður. Í sumum tilfellum er betra að taka tvo minni botna og skeyta þeim saman (t.d. tvo 90x200 botna í stað 180x200).