Fíngerðir og sérgerðir ullarhnoðrar úr íslenskri ull. Frábær aukafylling til að gera lopakoddann hærri en virkar einnig sem fylling inn í hvað sem þér dettur í hug, jafnvel handavinnuna.
Temprandi
Framleidd úr íslenskri ull
Viðhalda réttu hita- og rakajafnvægi
Framleitt af fyrirtæki í eigu íslenskra sauðfjárbænda
STANDARD 100 by OEKO-TEX®
Lopidraumur er íslensk vörulína sem byggir á einu af því besta sem íslensk náttúra hefur upp á að bjóða: 100% íslenskri, hreinni, ull og sameinar hana við nútímalega hönnun og vandaða handverkshefð. Vörurnar eru hannaðar með það að leiðarljósi að bæta svefn og vellíðan á náttúrulegan hátt, þar sem hver einasta sæng, koddi og yfirdýna er framleidd með sjálfbærni og gæði að leiðarljósi. Ullin er fengin beint frá íslenskum bændum, sem tryggir bæði rekjanleika og stuðning við íslenskan landbúnað. Íslensk ull hefur þann einstaka eiginleika að hún andar einstaklega vel, veitir frábæra einangrun og aðlagar sig að líkamshita þínum, sem gerir hana sérstaklega hentuga í svefnvörur. Lopidraumur nýtir þessa eiginleika til fulls og býður upp á svefnumhverfi sem stuðlar að náttúrulegu jafnvægi og meiri vellíðan.
Við drögum reglulega út gjafabréf þar sem heppinn póstlistavinur fær 15.000kr gjafabréf í Vogue fyrir heimilið. Við gefum póstlistavinum okkar fregnir af nýjungum en einnig sérstök tilboð og foraðgang að ýmsum tilboðum.
Hægt er að afskrá sig af póstlistanum hvenær sem er með því að smella á hlekk neðst í öllum okkar póstum. Þú finnur persónuverndarstefnu Vogue fyrir heimilið á vogue.is/personuvernd/ Þegar þú hefur smellt á skráningarhnappinn hér fyrir ofan gefur þú samþykki fyrir því að við megum nota þessar upplýsingar í samræmi við persónuverndarstefnu okkar.