LAYLA – Einbreitt Heilsurúm (90 – 140cm)

140.700kr.204.100kr.

Royal Layla býður upp á einstaka mýkt án þess að fórna nauðsynlegum stuðningi sem tryggir þér fullkominn nætursvefn.

Layla einbreitt heilsurúm er með frábæru heilsudýnunni Layla Plush sem er fullkomin fyrir þá sem vilja orlítið meiri mýkt. Layla hefur verið afar vinsæl í unglinga og gestaherbergin.

Layla er millistíf heilsudýna með vönduðu fimm svæða pokagormakerfi, þykku þægindalagi úr þrýstijöfnunarsvampi og vatteruðu dýnuveri.

Layla er einnig fáanleg sem tvíbreitt rúm sem má skoða hér.

Vörumerki

Vörutegund

Dýnur

VNR: layla-heilsurum

Royal Layla er vönduð millistíf heilsudýna með fimmsvæðaskiptu pokagormakerfi sem styður sérstaklega vel við mjóbakið og þykku þægindalagi úr þrýstijöfnunarsvampi sem léttir álagið á helstu álagssvæðum líkamans eins og mjöðmum og öxlum. Dýnan dreifir líkamsþunganum sérstaklega vel ásamt því að auðvelt er að hreyfa sig í dýnunni.

Stífleiki

Royal Layla er millistíf.

Dýnuver

Dýnuverið utan um Layla er saumað úr sterku og teygjanlegu pólýester sem að tryggir góða endingu. Dýnuverið er sömuleiðis vatterað sem að eykur yfirborðsþægindi dýnunar og bætir kælingu. Þar að auki er þykkt lag af þrýstijöfnunarsvampi og kaldsvampi inni í dýnuverinu fyrir aukin þægindi.

Stuðningur og þægindi

Layla heilsudýnan er með sérstaklega þykkt þægindalag til þess að hafa yfirborðsmýktina sem allra besta.

  • Þægindalagið byrjar í dýnuverinu sem er samsett úr 2cm þykkum þrýstijöfnunarsvampi, og svo 3,8cm mjúkum kaldsvampi.
  • Næsta lag samanstendur svo af þremur lögum af kaldsvampi, samtals 5,5cm, hvert lag með sinn stífleika.

Layla heilsudýnan er með fimmsvæðaskipt pokagormakerfi. Samtals eru 840 gormar, hver um sig 22cm á lengd sem gefur dýnunni virkilega góða fjöðrun.

  • Hver gormur er sérinnpakkaður í nylon poka, sem eru svo límdir saman á þremur punktum. Þetta gerir gormakerfið mun sterkara, og gerir það að verkum að það lagar sig að líkamanum og tryggir að hreyfing milli svefnsvæða verður lítil sem engin.

  • Pokagormakerfið er fimm svæða skipt til að tryggja að líkaminn fái réttan stuðning og til að létta á helstu álagspunktum líkamans (axlir og bak).

Kantar

Kantarnir á Layla eru sérstaklega styrktir til þess að stækka svefnflötinn og þessi auka styrking gerir það að verkum að engin hætta er á að maður renni út á gólf þegar sest er á rúmkantinn.

Rúmbotn

Við sérsmíðum okkar eigin rúmbotna sem eru einstaklega sterkir viðarbotnar samsettir úr MDF og furu.

Við bólstrum einnig rúmbotnana og er hægt að velja um ótal mismunandi liti og áklæði (t.d. leðurlíki, tau, velúr ofl.).

Afhendingartími

Layla heilsudýnan er lagervara og er hægt að fá afgreidda alla virka daga milli 08:00 og 16:00 svo framarlega sem birgðir séu til.

Lystadún-Snæland rúmbotnar eru framleiddar eftir pöntunum. Biðtími eftir pöntunum er um 7-10 virkir dagar að jafnaði.

Framleiðsluland

Layla er framleidd í Kína.

Allir Lystadún-Snæland rúmbotnar eru framleiddir af Vogue fyrir heimilið í Síðumúla 30.

Ábyrgð

5 ára framleiðsluábyrgð er á öllum Royal dýnum.

Vottanir

Vogue notar einungis hráefni vottuð með Oeko-Tex Standard 100  umhverfisvottuninni við framleiðslu á öllum sínum heilsudýnum, rúmbotnum og höfðagöflum. Það þýðir að neytendur geta gengið að því vissu að Lystadún-Snæland heilsudýnur, rúmbotnar og höfðagaflar eru úr hráefnum sem eru laus við hættuleg eða skaðleg efni sem voru unnin með lágmörkun á umhverfisáhrifum að leiðarljósi.

Allur svampur sem Vogue notar í Lystadún-Snæland heilsudýnur, rúmbotna og höfðagafla er fenginn frá stærsta svampframleiðanda í heimi, Carpenter Co. Allur sá svampur er vottaður með Oeko-Tex Standard 100.

Rammaðu inn nýja rúmið þitt með fallegum rúmgafli