16.990kr.

Þéttur og þykkur koddi úr náttúrulega latexi.

Lykilinn að góðum nætursvefni felst í samspili dýnu og kodda. Uppáhalds svefnstelling flestra er á hlið og þannig þurfa háls og hryggur að liggja í beinni línu. Því er mikilvægt að velja rétta þykkt af kodda (og hafa þá stífleika dýnunnar í huga).

 

Til á lager

Vörumerki

Lystadún

VNR: 10356

OORG6140D

Líftími kodda er skemmri en margir halda og við þurfum að skipta reglulega. Það er mikið álag á koddanum yfir nóttina, höfuðið er þungt, við svitnum í koddann og mikil hitaútgeislun frá hálsi og höfði hefur áhrif á gæði koddans til lengri tíma. Þá þola koddar þrif mismunandi vel. Þegar fólk skiptir um dýnu þarf einnig yfirleitt að endurnýja koddann því ef dýnan er stífari en sú gamla liggur líkaminn hærra og koddinn er þá orðinn of þunnur. Ef dýnan er mjúk þarf þynnri kodda.