GUSTO – Borðstofuborð úr akasíuvið (180x90cm)
149.900kr.
House Nordic færir okkur hér fallegt og rústik borðstofuborð úr akasíuvið. Borðplatan er einstaklega flott; skeitt saman og kantarnir óplanaðir (e. live edge) sem gerir það að verkum að engar tvær borðplötur eru eins.
Stærð: 180x90x76cm
House Nordic er húsgagnaheildsala frá danmörku með gífurlega mikið úrval af fallegum, stílhreinum og hagkvæmum húsgögnum. Starfsfólk House Nordic hefur brennandi áhuga á húsgögnum og innanstokksmunum sem skilar sér í vöruúrvalinu þeirra. Skandinavískur minimalismi er að sjálfsögðu mikið ríkjandi, en þó má líka finna innblástur úr mörgum öðrum hönnunarstefnum.