7.900kr.

Contour hnjápúði úr smiðju Lystadún Snæland og Vogue fyrir heimilið. Hannaður í samstarfi við sjúkraþjálfara með það markmið að auka stuðning við hné og mjaðmir en einnig til að ná fram betri slökun í mjóbaki. Hnjápúðinn hefur hjálpað mörgum, meðal annars þeim sem hafa spennu í mjóbaki en einnig fólki á meðgöngu eða þeim sem eru jafna sig eftir aðgerð.

Þykkt: 15cm (8cm í miðju)
Breidd: 26cm
Svampur: Celcius þrýstijöfnunarsvampur. Með Oeko-Tex Standard 100 laus við hættuleg eða skaðleg efni, unnin með lágmörkun á umhverfisáhrifum að leiðarljósi.

 

VNR: COM-LP01

Þessi stuðningspúði er hnjápúði úr þrýstijöfnunarsvampi. 

Lystadún-Snæland hefur framleitt allskyns stuðningspúða fyrir einstaklinga og heilbrigðisstofnanir í yfir 70 ár og höfum við alltaf lagt mikla áherslu á að vinna einungis úr fyrsta flokks hráefni. Því eru öll hráefni sem notuð eru í dýnurnar okkar með Oeko-Tex Standard 100 umhverfisvottun.

Nánari lýsing

  • Hnjápúðinn er smíðaður úr hágæða þrýstijöfnunarsvampi, og var hannaður í samstarfi við sjúkraþjálfara í þeim tilgangi að auka stuðning við hné og mjaðmir, en einnig til að ná fram betri slökun í mjóbaki. Púðinn er einstaklega góður fyrir til dæmis þá sem eiga erfitt með að leggja hnén saman í hliðarlegu. Hnjápúðinn hefur hjálpað mörgum sem eru meðal annars að jafna sig eftir aðgerð eða fólk á meðgöngu.
  • Púðinn er 26cm á lengd. Endarnir á púðanum eru 15cm þykkir og miðjan er 8cm þykk.

Púðaver

  • Allir hnjápúðarnir okkar koma klæddir í Innofa Frotte dýnuver. Innofa Frotte dýnuverið er gert úr sterku og teygjanlegu pólýester sem að tryggir góða endingu.
  • Innofa Frotte dýnuverið er með rennilás. Það þýðir að hægt er að klæða púðann úr og þvo dýnuverið sem er auðvitað algjört lykilatriði í góðri umhirðu púðans þíns.
  • Innofa Frotte dýnuverið má þvo á 40°C.
Afhendingartími
  • Hnjápúðarnir okkar eru öllu jafna til á lager.
  • Hægt er að sérsníða púða eftir máli, en þá getur afhendingartími verið 7-10 virkir dagar að jafnaði.
  • Hægt er að senda okkur fyrirspurn á vogue@vogue.is ef óskað er eftir því að við sérsmíðum bakflæðispúða eftir máli.

Framleiðsluland

  • Allir Lystadún-Snæland stuðningspúðar eru framleiddir af Vogue fyrir Heimilið í Síðumúla 30.

Vottanir

  • Vogue notar einungis hráefni vottuð með Oeko-Tex Standard 100  umhverfisvottuninni við framleiðslu á öllum sínum heilsudýnum, rúmbotnum, höfðagöflum og stuðningspúðum. Það þýðir að neytendur geta gengið að því vissu að Lystadún-Snæland heilsudýnur, rúmbotnar, höfðagaflar og stuðningspúðar eru úr hráefnum sem eru laus við hættuleg eða skaðleg efni sem voru unnin með lágmörkun á umhverfisáhrifum að leiðarljósi.
  • Allur svampur sem Vogue notar í Lystadún-Snæland heilsudýnur, rúmbotna, höfðagafla og stuðningspúða er fenginn frá stærsta svampframleiðanda í heimi, Carpenter Co. Allur sá svampur er vottaður með Oeko-Tex Standard 100  umhverfisvottuninni.

Finnur þú ekki þína stærð?

Við sérsmíðum fjöldan allan af stuðningspúðum í öllum stærðum og gerðum. Sendu okkur línu með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan og ráðgjafi frá okkur mun hjálpa þér að smíða nákvæmlega púðann sem þú þarfnast.