Vörumerki |
---|
VNR:
HET-CLIFF-MORO-BF
195.800kr.
Cliff stóllinn frá Het Anker er stílhreinn, fallegur og alveg einstaklega þægilegur. Stóllinn er með afrísku leðri, og svarthúðuðum stál löppum. Stóllinn er sérlega glæsilegur og fegrar öll rými. Stóllinn er fáanlegur í nokkrum litum, með eða án skinns.
Stærð: 61x70x74cm.
Húsgagnaframleiðandinn Het Anker er öflugt og rótgróið fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á handsmíðuðum sófum og stólum með hágæða leðuráklæði. Het Anker var stofnað árið 1928 og hefur því framleitt húsgögn í yfir 90 ár og vaxið mikið í gegnum árin og orðinn leiðandi í húsgagnaframleiðslu í Evrópu, einkum í Belgíu, Hollandi og Luxemborg. Í dag framleiðir Het Anker húsgögn til viðskiptavina í yfir 35 löndum víðsvegar um allan heim. Mikið úrval húsgagna, þá sérstaklega sófa og stóla, gerir það að verkum að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Het Anker notast eingöngu við hágæða hráefni eins og hágæða ítalskt leður og fyrsta flokks efnablöndur frá evrópskum framleiðendum til að tryggja hámarks gæði. Allar vörurnar frá Het Anker eru framleiddar í Hollandi.
Ekki með notendanafn?
Búa til aðgangÞú gætir unnið gjafabréf
Við drögum reglulega út gjafabréf þar sem heppinn póstlistavinur fær 15.000kr gjafabréf í Vogue fyrir heimilið. Við gefum póstlistavinum okkar fregnir af nýjungum en einnig sérstök tilboð og foraðgang að ýmsum tilboðum.
Hægt er að afskrá sig af póstlistanum hvenær sem er með því að smella á hlekk neðst í öllum okkar póstum. Þú finnur persónuverndarstefnu Vogue fyrir heimilið á vogue.is/personuvernd/ Þegar þú hefur smellt á skráningarhnappinn hér fyrir ofan gefur þú samþykki fyrir því að við megum nota þessar upplýsingar í samræmi við persónuverndarstefnu okkar.