35.900kr.

Yfirdýnan Freyr er úr íslenskri ull og stuðlar að heilnæmum svefni. Yfirdýnan getur aukið gæði svefnsins því hún aðlagar sig vel að líkamanum og er unnin úr náttúrulegum efnum.

Til á lager

Vörumerki

VNR: LOP-5002-0120

Yfirdýnan Freyr er úr íslenskri ull og stuðlar að heilnæmum svefni. Yfirdýnan getur aukið gæði svefnsins því hún aðlagar sig vel að líkamanum og er unnin úr náttúrulegum efnum.
Íslenska ullin er sérstök vegna þess hve vel hún andar sem hefur temprandi áhrif á líkamann. Yfirdýnan er einstaklega létt og meðfærileg.

Hentar vel fyrir þá sem kjósa náttúrulegar og sjálfbærar vörur.
Yfirdýnan má fara í þvottavél og þurrkara.

Kostir
Rannsóknir sýna að ullarvörur geta bætt svefn hjá fólki. Ullin í yfirdýnunum er kembd þannig að meira loftrými myndast milli þráðanna sem gefur einstaka einangrun. Ullin býr yfir þeim eiginleikum að geta dregið í sig raka, allt að 30% af eigin þyngd. Ullin flytur því hita og raka til og frá líkamanum sem hefur temprandi áhrif.
Dýnan er vattstungin í hólf og heldur sér því vel.

Gott að vita
Íslensk ull
Sjálfbær vara
Létt og andar vel
Umhverfisvænn kostur
Engin kemísk efni – STANDARD 100 by OEKO-TEX®

Stærðir
90 x 200 cm
140 x 200 cm
160 x 200 cm
180 x 200 cm

Tæknilegar upplýsingar
Fylling                      100% Íslensk ull
Áklæði                      100% Bómull – Batiste

Yfirdýnuna má þvo í vél á 40°C á ullarkerfi eða á stillingu fyrir viðkvæman þvott
Má setja í þurrkara á lágan hita
Gott er að viðra yfirdýnuna reglulega