ErgoSmart er glæsilegt snjallrúm sem aðstoðar þig í að betrumbæta svefninn þinn. Snjallrúmið mælir svefngæði eins og REM svefn, djúpsvefn, hjartslátt, öndurtíðni, svefnhreyfingar og hjartslátt og metur svo svefngæðin hverja nótt. Niðurstöðurnar er svo hægt að sjá í appinu og með þær að vopni er fyrst hægt að bæta úr því sem þarf til að þú hljótir þá hvíld sem þú þarfnast.
Eitt af þeim verkfærum sem ‘SMART’ rúmið býður upp á er hinn svokallaði „hrotubani“ sem hefur vakið mikinn áhuga hjá landsmönnum.
Ergomotion er leiðandi fyrirtæki í svefntækni og hefur fengið sér til liðs fjölda af vísindamönnum, háskólum, rannsóknar- og tæknifyrirtækjum um allan heim til þess að geta boðið upp á einhverja bestu stillanlegu botna sem völ er á. ErgoSmart hefur hlotið verðlaun í tækni- og heilsugeiranum, til að mynda hin eftirsóttu CES nýsköpunarverðlaun.
Hljóðlátur: Öll tannhjól, fóðringar, festingar og liðamót eru úr næloni og því þarf ekkert að smyrja og þar að auki kemur ekkert ískur með tímanum!
Öflugur: Tveir mótorar í botninum, einn fyrir höfðalag og annar fyrir fætur, hvor með 380kg lyftigetu.
Sterkur: Gífurlega sterkt tvíhert sérvalið stál er notað í grindina undir botninum.
—————————————-
Þráðlaus fjarstýring: Einföld í notkun og með útvarpssendi svo þú þarft aldrei að benda fjarstýringunni á móttakara. Hægt er að vista tvær stellingar í minnið á rúminu. Svo þarf aðeins að ýta á einn hnapp til að senda rúmið í flata stöðu.
Þyngdarleysi: Láttu þreytuna líða úr þér með því að senda rúmið í þyngdarleysisstöðuna með Zero G hnappnum. Zero G stellingin hjálpar blóðrásinni og minnkar streitu á mjóbak og axlir.
Þægilegt nudd: Öflugt titringur með þremur mismunandi hraðastillingum og tímarofa.
Snjallrúm: Náðu í appið í App Store eða á Google Play og stýrðu rúminu úr símanum og fylgstu með svefngæðunum.
Hrotubani: Láttu rúmið hjálpa þér með hroturnar. Rúmið nemur þegar lungun í þér byrja að titra, áður en þú byrjar að hrjóta, og hækkar þá sjálfkrafa undir höfðinu á þér. Það er lyginni líkast hvað þetta virkar vel.
LED ljós: Undir rúminu er náttljós sem er kveikt með einum hnappi á fjarstýringunni.
USB tengingar: Tvær USB tengingar á hvorri hlið beggja botna.
Rúmstæði & höfðagafl: Með rúminu fylgir heilt 180x200cm rúmstæði ásamt höfðagafli.
Ábyrgð: 10 ára ábyrgð.