Lopi er ullarvinnslufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á hágæða vörum úr íslenskri ull fyrir þá sem kjósa náttúrulegar, sjálfbærar og umhverfisvænar vörur. Fyrirtækið rekur ullarþvottastöð á Blönduósi og spuna- og bandverksmiðju í Mosfellsbæ. Ullarvinnslan í Mosfellsbæ hefur verið starfandi allt frá árinu 1896, áður undir nafninu Álafoss. Bændur, sem eiga 80% hlut í Lopa, tóku við starfsemi Álafoss árið 1991.