Boston svefnsófi — íslensk hönnun eftir Halldór Snæland.
Sófinn er 80 cm djúpur og 200 cm langur. Hann opnast eins og bók og myndar svefnsvæði sem er 160×200 cm. Hér er verðið miðað við Amber áklæði sem fæst í nokkrum litum. Hægt er þó að panta sófann í fleiri gerðum af áklæði en athugið að verðmunur getur verið á áklæðum. Þegar Amber áklæði er valið kíkir þú til okkar og velur úr einu af fjölmörgu litunum sem við bjóðum uppá eða veldu annað áklæði.
Tveir púðar fylgja sófanum en þegar hann er lokaður virka þeir eins og armpúðar en get nýst sem bakpúðar eða koddar í opnum sófanum.
Vogue hefur einnig framleitt tvenns konar svefnstóla; Loka og Freyju.
Við drögum reglulega út gjafabréf þar sem heppinn póstlistavinur fær 15.000kr gjafabréf í Vogue fyrir heimilið. Við gefum póstlistavinum okkar fregnir af nýjungum en einnig sérstök tilboð og foraðgang að ýmsum tilboðum.
Hægt er að afskrá sig af póstlistanum hvenær sem er með því að smella á hlekk neðst í öllum okkar póstum. Þú finnur persónuverndarstefnu Vogue fyrir heimilið á vogue.is/personuvernd/ Þegar þú hefur smellt á skráningarhnappinn hér fyrir ofan gefur þú samþykki fyrir því að við megum nota þessar upplýsingar í samræmi við persónuverndarstefnu okkar.