32.900kr.

Bestla er þung sæng sem er náttúrulegur kostur fyrir heilnæman svefn. Sængin er með 1,7 kíló af íslenskri ull. Bestla viðheldur þægilegu og réttu rakastigi. Íslenska ullin er sérstök vegna öndunareiginleika hennar og hversu temprandi hún er. Hentar vel fyrir þá sem kjósa náttúrulegar og sjálfbærar vörur. Sængin uppfyllir OEKO TEX 100 staðalinn.

Lopidraumur vörurnar eru framleiddar á umhverfisvænan hátt með lágt kolefnisspor.

Til á lager

Vörumerki

VNR: LOP-5000-0030

Lopi er ullarvinnslufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á hágæða vörum úr íslenskri ull fyrir þá sem kjósa náttúrulegar, sjálfbærar og umhverfisvænar vörur. Fyrirtækið rekur ullarþvottastöð á Blönduósi og spuna- og bandverksmiðju í Mosfellsbæ. Ullarvinnslan í Mosfellsbæ hefur verið starfandi allt frá árinu 1896, áður undir nafninu Álafoss. Bændur, sem eiga 80% hlut í Lopa, tóku við starfsemi Álafoss árið 1991.