MOOMIN – Diskur (19cm-LITTLE MY AND MEADOW)

4.190kr.

Myndskreytingarnar eru unnar upp úr teiknimyndasögunni „Múmínálfarnir og halastjarnan“ sem kom fyrst út á ensku árið 1958. Í teiknimyndinni veltir Múmínsnáði fyrir sér hvers vegna íbúar Múmíndalsins eru að flýja úr dalnum og ákveður að komast að því í fylgd með Míu litlu og Snorkstelpunni.

Þríeykið leggur af stað í humátt á eftir öllum hinum. Brátt kemur í ljós að ógnin er halastjarna sem stefnir með hraði á Múmíndal. Múmínsnáði ákveður að þau verði að búa til björgunaráætlun. Mía litla er áhyggjulaus eins og venjulega og leggst á bakið í engið á meðan að þau átta sig á hvað skal gera.

Að lokum ákveða þau að fara heim, enda er það þegar öllu er á botninn hvolft öruggasti staðurinn til að vera á þegar halastjarnan skellur á. Þar bíða þau eftir að halastjarnan brotlendi. Sem betur fer fyrir Múmíndalinn kemur stór flóðbylgja á sama tíma og halastjarnan sem dregur úr styrk halastjörnunnar öllum til léttis. Snorkstelpan dregur þetta ævintýri saman með ánægju: „Sagði ég ekki að ekkert hræðilegt geti gerst í Múmíndalnum?

Til á lager

Vörumerki

,

VNR: MOO-1062215

Hinar sívinsælu Múmín vörur eru framleiddar af Arabia, dótturfyrirtæki Iittala. Heimur Múmínálfanna var búinn til af Tove Jansson á árunum 1945 til 1970, en hún sótti innblástur í eigið líf, fjölskyldu og vini. Einhverjir í kringum hana voru fullir af ást og gleði á meðan aðrir voru örlítið fúlir og elskuðu einveru. Allir þó frábærir á sinn hátt! Árlega koma nýjar vörur í takmörkuðu magni sem enginn Múmínaðdáandi má láta framhjá sér fara.

Hinar sívinsælu Múmín vörur eru framleiddar af Arabia, dótturfyrirtæki Iittala. Heimur Múmínálfanna var búinn til af Tove Jansson á árunum 1945 til 1970, en hún sótti innblástur í eigið líf, fjölskyldu og vini. Einhverjir í kringum hana voru fullir af ást og gleði á meðan aðrir voru örlítið fúlir og elskuðu einveru. Allir þó frábærir á sinn hátt! Árlega koma nýjar vörur í takmörkuðu magni sem enginn Múmínaðdáandi má láta framhjá sér fara.Hinar sívinsælu Múmín vörur eru framleiddar af Arabia, dótturfyrirtæki Iittala. Heimur Múmínálfanna var búinn til af Tove Jansson á árunum 1945 til 1970, en hún sótti innblástur í eigið líf, fjölskyldu og vini. Einhverjir í kringum hana voru fullir af ást og gleði á meðan aðrir voru örlítið fúlir og elskuðu einveru. Allir þó frábærir á sinn hátt! Árlega koma nýjar vörur í takmörkuðu magni sem enginn Múmínaðdáandi má láta framhjá sér fara.