Comfort Air er hollenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á hágæða bæklunar- og stuðningspúðum (orthopedic products) sem eiga að létta á helstu álagspunktum líkamans, þá helst mjaðmir og axlir. Comfort Air notar eingöngu fyrsta flokks þrýstijöfnunarsvamp til að tryggja hámarks slökun en það er jafnframt sá svampur sem aðlagar sig best að líkamanum. Allir stuðningspúðar sem Comfort Air framleiðir eru með veri sem er auðveldlega hægt að renna af og þvo samkvæmt þvottaleiðbeiningum. Body Pillow líkamspúðinn hentar sérstaklega vel fyrir óléttar konur, einstaklinga sem eru slæmir í mjöðmum, öxlum, hnjám og mjóbaki.