Um okkur

Fyrirtækið Vogue fyrir heimilið er byggt á gömlum og traustum grunni enda á það ættir að rekja til fimm gamalgróinna fyrirtækja sem öll voru vel þekkt hvert á sínu sviði. Þessi fjölbreytti grunnur fyrirtækisins tryggir að mikil þekking og reynsla er saman komin hjá einvala starfsfólki Vogue fyrir heimilið.

Fyrirtækin sem um ræðir eru vefnaðarvöruverslunin Vogue hf. stofnað árið 1951, svamp – og dýnuframleiðendurnir Pétur Snæland hf. stofnað árið 1949 , Lystadún hf. stofnað árið 1956, efna- og áklæðaheildsalan S. Ármann Magnússon ehf. stofnað árið 1953 og Marco ehf. stofnað árið 1987 sem var brautryðjandi á Íslandi í innflutningi á Amerískum rúmum og húsgögnum. Sameining þessara fyrirtækja hófst árið 1991 með sameiningu Péturs Snæland og Lystadún. Síðan bætast í hópinn Marco árið 2001, Vogue árið 2002 og að síðustu S. Ármann Magnússon árið 2010.

Rekstrinum má skipta í verslunarrekstur, heildverslun og framleiðslu. Sem dæmi um framleiðsluvörur fyrirtækisins má nefna heilsudýnur af mörgum gerðum, rúmbotnar, höfðagaflar, raðsófar, svefnsófar, gluggatjöld af öllum gerðum, leikföng úr svampi o.s.frv. Auk þess sníðum við svamp fyrir húsgagnaframleiðendur og bólstrara, sérframleiðum dýnur fyrir skip og báta, sumarhús og hjólhýsi ofl.

Í dag starfrækir Vogue fyrir heimilið 2 verslanir. Annarsvegar í Síðumúla 30 í Reykjavík og hinsvegar í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi á Akureyri (gengið inn að norðan(.

Dæmi um viðskiptavini eru t.d. sjúkrahús, heilsustofnanir, hótel og gistiheimili, útgerðir, skólar, leikskólar, húsgagnabólstrarar auk almennra viðskiptavina.

Síðumúli 30

108, Reykjavík

Glerártorgi

600, Akureyri