Moomin – Diskur 19cm Berry Season (sumarlínan 2024)

Múmínlínan þetta sumarið, 2024, Berry Season, varðveitir uppskeru sumarsins og minningar. Mjúkir litatónar; litur frá salvíu, fjólum og ferskjum leiða hugann að þessum hamingjusömu sumarsíðdegum þegar er svo gott að taka sér frí frá hitanum í svölum skugga garðsins. Á myndskreytingunni er Múmínfjölskyldan upptekin við að brugga eplasafa og sultu úr rauðum og svörtum rifsberjum garðsins. Innblástur myndanna kemur úr tveimur af teiknimyndasögum Tove Jansson; Moominmamma’s Maid (1956) og The Conscientious Moomin (1958). Berry Season safnið heldur áfram með þema árstíðabundinna vörulína fyrri ára þar sem Múmínálfarnir gera hluti saman úti í náttúrunni. Berry Season safnið inniheldur krús (0,3 l) og disk (19 cm). Sumarlínan er einungis fáanleg á meðan núverandi birgðir endast. Diskurinn þolir uppþvottavél, örbylgjuofn og ofn.

Moomin – Glas 22cl Evening swim

Múmínfjölskyldan er í kvöldsundi á eyju. Sumarstemningin er fönguð einmitt þegar Múmínálfarnir eru að stinga sér í rósalitt vatnið þegar sólin sest í bakgrunni. Myndskreytingarnar eru byggðar á teiknimyndasögunni „Eyðimerkureyja Múmínálfanna“ og margir munu þekkja þær frá sumarlínunni 2019.

Moomin – Glas 22cl Together

Múmínfjölskyldan heimsækir frönsku rívíeruna og nýtur dagsins á ströndinni. Múmínpabbi leggur kapal, Múmínamma býr til pönnsur og Snorkstelpan einbeitir sér að bókinni sinni. Myndskreytingarnar glassins eru byggðar á teiknimyndasögunni „Múmínálfurinn á Rívíerunni“ og eru mörgum kunnuglegar frá sumarlínunni 2021.
Moominglas moominglös glas glös múmínglas múnínglös

Moomin – Glas 22cl Fishing

Múmínálfarnir njóta einnar af uppáhalds sumariðju sinnar; veiði. Í þessari sögu hafa þau stigið fætur á vitaeyju. Eftir stormasama nótt kemst Too-ticky að því að öldurnar hafa skolað fiski inn í hverja litlu sprungu á eyjunni. Hup-si-daisy! Hvílík hamingja. Myndskreytingarnar eru kunnuglegar frá sumarlínunni 2022.

Moomin – Glas 22cl Going on vacation

Múmínfjölskyldan býr sig undir að fara í frí og hópur vísindamanna er saman kominn til að ræða veðrið. Myndskreytingarnar eru byggðar á teiknimyndasögunni „Eyðimörk Múmínálfanna“ og eru mörgum kunnuglegar frá sumarlínunni 2018.

Moomin – Glas 22cl Relaxing

Það er hlýr sumardagur og Múmínfjölskyldan sefur í garðinum. Múmíntröllið og Snorkstelpan eru vafin í teppi og Múmínpabbi er í hengirúminu sínu. Þótt sólin sé að setjast hefur ekkert þeirra áhyggjur af næsta degi. Myndskreytingarnar gætu verið kunnuglegar úr sumarlínunni 2020.

Moomin – Glas 22cl Garden party

Þegar Mía litla finnur framandi fræ og Múmínálfarnir kasta þeim hingað og þangað breytist Múmíndalurinn í frumskóg á einni nóttu. Pjakkur hefur sleppt dýrum úr dýragarðinum en honum til undrunar bjóða Múmínálfarnir þau velkomin til að taka þátt í veislunni í garðinum. Myndskreytingin á glasinu er kunnugleg frá sumarlínunni 2023.
Moomin múnín momminbolli bolli múmínbolli momminbollar bollar múmínbollar

Moomin – Krús (30cl Muskrat Beige)

Nýj­ustu meðlim­ir Moomin vöru­lín­unn­ar nálg­ast lífið á ólík­an hátt. Hinn öra Snabba (Sniff) dreym­ir um frægð og frama en hinni spek­ings­legu Bí­samrottu (Muskrat) þykir öll ólæti og of­gnótt til­gangs­laus. Snabbi er kunn­ug­legt and­lit í lín­unni en hér birt­ist al­vöru­gefni heim­spek­ing­ur Bí­samrott­an í fyrsta sinn, litla nag­dýr­ið með yf­ir­vara­skeggið. „Hve til­gangs­laust það er að æða um í kjafta­gangi, byggja hús og elda mat og sanka að sér ver­ald­leg­um eig­um.“ Engu að síður er enn sumt sem hreyf­ir við heim­spek­ingn­um því þegar Bí­samrott­an fell­ur til jarðar úr upp­á­halds ból­inu sínu, hengi­rúmi í garði við múmín­húsið, fylg­ir því auðmýkj­andi sæmd­ar­skell­ur. Ver­andi nú þegar þreytt á eirðarleys­inu í múmín­hús­inu, flýr hún í strand­helli til þess að vera í ein­rúmi með hugs­un­um sín­um, en myndin aftan á bollanum sýnir það augnablik. Bollinn þolir uppþvottavél, örbylgjuofn og ofn.
Momminbollar moominbollar múminbolli múminbollar sniff blue

Moomin – Krús 30cl Sniff Blue

Nýj­ustu meðlim­ir Moomin vöru­lín­unn­ar nálg­ast lífið á ólík­an hátt. Hinn öra Snabba (Sniff) dreym­ir um frægð og frama en hinni spek­ings­legu Bí­samrottu (Muskrat) þykir öll ólæti og of­gnótt til­gangs­laus. Snabbi er kunn­ug­legt and­lit í lín­unni en hér birt­ist Bí­samrott­an í fyrsta sinn. Eins og sjá má á nýja borðbúnaðinum býður Snabbi skjald­böku upp á æskus­eyði sem hann hefur fundið upp á en hún breyt­ist síðan í hraðlest. Á hinni hliðinni má sjá Snabba standa á strönd­inni við sól­set­ur – þar sem hann að sjálf­sögðu læt­ur sig dreyma um frægð og frama. Við hliðina á Snabba er lít­il vera sem kall­ast Skuggi. Hann er hjálp­leg vera sem, líkt og nafnið gef­ur til kynna, og elt­ir Snabba og Múmíns­náða út um allt. Snabbi birtist hér í þriðja sinn á borðbúnaði Moomin. Bollinn þolir uppþvottavél, örbylgjuofn og ofn.
Moomin - Skál 15cm Sniff Blue

Moomin – Skál 15cm Sniff Blue

Nýj­ustu meðlim­ir Moomin vöru­lín­unn­ar nálg­ast lífið á ólík­an hátt. Hinn öra Snabba (Sniff) dreym­ir um frægð og frama en hinni spek­ings­legu Bí­samrottu (Muskrat) þykir öll ólæti og of­gnótt til­gangs­laus. Snabbi er kunn­ug­legt and­lit í lín­unni en hér birt­ist Bí­samrott­an í fyrsta sinn. Eins og sjá má á nýja borðbúnaðinum býður Snabbi skjald­böku upp á æskus­eyði sem hann hefur fundið upp á en hún breyt­ist síðan í hraðlest. Á hinni hliðinni má sjá Snabba standa á strönd­inni við sól­set­ur – þar sem hann að sjálf­sögðu læt­ur sig dreyma um frægð og frama. Við hliðina á Snabba er lít­il vera sem kall­ast Skuggi. Hann er hjálp­leg vera sem, líkt og nafnið gef­ur til kynna, og elt­ir Snabba og Múmíns­náða út um allt. Snabbi birtist hér í þriðja sinn á borðbúnaði Moomin. Skálin þolir uppþvottavél, örbylgjuofn og ofn.