Moomin múmín moominbollar moominbolli múmínbollar múmínbolli vetrarbollinn 2024

Moomin – Krús 30cl Ski jumping

Ski jump er vetrarlína Moomin veturinn sem er að hefjast 2024. Þetta er fyrsta Múmínvaran í vetrarlínunni sem hönnuð var af Parvati Pillai. Listaverkið á krúsinni inniheldur margar kunnuglegar og nokkrar minna kunnuglegar Múmínpersónur. Þú getur trúlega komið auga á herra Brisk, Snorkstelpuna og Múmínsnáðann en þekkirðu alla hina? Hvernig heldurðu að Múmínsnáðinn standi sig í þessari skíðastökkkeppni? Þessi tré eru eitthvað óhugnarlega nálægt. En stökkið snýst um að heilla Snorkstelpuna, sem fylgist með neðanfrá. Listaverkið er byggt á teiknimyndasögu Tove Jansson, Moomin's Winter Follies frá 1955. Vetrarsafn Moomin Arabia kemur út á hverju ári í byrjun vetrar og er aðeins fáanlegt í takmarkaðan tíma. Þessar vörur eru innblásnar af vetrarlegu andrúmsloftinu í Múmíndalnum og innihalda glaðværa persónur sem koma úr upprunalegum myndskreytingum Tove Jansson.

Petit Jour Moomin – Stútkanna

Stútkanna með gripi báðum megin.  160ml og akkúrat passleg fyrir litlar hendur. Barnavörur frá Petit Jour Paris mega fara í uppþvottavél en ekki í örbylgjuofn. Varan er úr melamine sem er eiturefnalaust plast.

Moomin – Krús 30cl Berry Season

Múmínlínan þetta sumarið, 2024, Berry Season, varðveitir uppskeru sumarsins og minningar. Mjúkir litatónar; litur frá salvíu, fjólum og ferskjum leiða hugann að þessum hamingjusömu sumarsíðdegum þegar er svo gott að taka sér frí frá hitanum í svölum skugga garðsins. Á myndskreytingunni er Múmínfjölskyldan upptekin við að brugga eplasafa og sultu úr rauðum og svörtum rifsberjum garðsins. Innblástur myndanna kemur úr tveimur af teiknimyndasögum Tove Jansson; Moominmamma’s Maid (1956) og The Conscientious Moomin (1958). Berry Season safnið heldur áfram með þema árstíðabundinna vörulína fyrri ára þar sem Múmínálfarnir gera hluti saman úti í náttúrunni. Berry Season safnið inniheldur krús (0,3 l) og disk (19 cm). Sumarlínan er einungis fáanleg á meðan núverandi birgðir endast. Bollinn þolir uppþvottavél, örbylgjuofn og ofn.

Moomin – Diskur 19cm Berry Season (sumarlínan 2024)

Múmínlínan þetta sumarið, 2024, Berry Season, varðveitir uppskeru sumarsins og minningar. Mjúkir litatónar; litur frá salvíu, fjólum og ferskjum leiða hugann að þessum hamingjusömu sumarsíðdegum þegar er svo gott að taka sér frí frá hitanum í svölum skugga garðsins. Á myndskreytingunni er Múmínfjölskyldan upptekin við að brugga eplasafa og sultu úr rauðum og svörtum rifsberjum garðsins. Innblástur myndanna kemur úr tveimur af teiknimyndasögum Tove Jansson; Moominmamma’s Maid (1956) og The Conscientious Moomin (1958). Berry Season safnið heldur áfram með þema árstíðabundinna vörulína fyrri ára þar sem Múmínálfarnir gera hluti saman úti í náttúrunni. Berry Season safnið inniheldur krús (0,3 l) og disk (19 cm). Sumarlínan er einungis fáanleg á meðan núverandi birgðir endast. Diskurinn þolir uppþvottavél, örbylgjuofn og ofn.

Moomin – Glas 22cl Evening swim

Múmínfjölskyldan er í kvöldsundi á eyju. Sumarstemningin er fönguð einmitt þegar Múmínálfarnir eru að stinga sér í rósalitt vatnið þegar sólin sest í bakgrunni. Myndskreytingarnar eru byggðar á teiknimyndasögunni „Eyðimerkureyja Múmínálfanna“ og margir munu þekkja þær frá sumarlínunni 2019.

Moomin – Glas 22cl Together

Múmínfjölskyldan heimsækir frönsku rívíeruna og nýtur dagsins á ströndinni. Múmínpabbi leggur kapal, Múmínamma býr til pönnsur og Snorkstelpan einbeitir sér að bókinni sinni. Myndskreytingarnar glassins eru byggðar á teiknimyndasögunni „Múmínálfurinn á Rívíerunni“ og eru mörgum kunnuglegar frá sumarlínunni 2021.
Moominglas moominglös glas glös múmínglas múnínglös

Moomin – Glas 22cl Fishing

Múmínálfarnir njóta einnar af uppáhalds sumariðju sinnar; veiði. Í þessari sögu hafa þau stigið fætur á vitaeyju. Eftir stormasama nótt kemst Too-ticky að því að öldurnar hafa skolað fiski inn í hverja litlu sprungu á eyjunni. Hup-si-daisy! Hvílík hamingja. Myndskreytingarnar eru kunnuglegar frá sumarlínunni 2022.

Moomin – Glas 22cl Going on vacation

Múmínfjölskyldan býr sig undir að fara í frí og hópur vísindamanna er saman kominn til að ræða veðrið. Myndskreytingarnar eru byggðar á teiknimyndasögunni „Eyðimörk Múmínálfanna“ og eru mörgum kunnuglegar frá sumarlínunni 2018.

Moomin – Glas 22cl Relaxing

Það er hlýr sumardagur og Múmínfjölskyldan sefur í garðinum. Múmíntröllið og Snorkstelpan eru vafin í teppi og Múmínpabbi er í hengirúminu sínu. Þótt sólin sé að setjast hefur ekkert þeirra áhyggjur af næsta degi. Myndskreytingarnar gætu verið kunnuglegar úr sumarlínunni 2020.

Moomin – Glas 22cl Garden party

Þegar Mía litla finnur framandi fræ og Múmínálfarnir kasta þeim hingað og þangað breytist Múmíndalurinn í frumskóg á einni nóttu. Pjakkur hefur sleppt dýrum úr dýragarðinum en honum til undrunar bjóða Múmínálfarnir þau velkomin til að taka þátt í veislunni í garðinum. Myndskreytingin á glasinu er kunnugleg frá sumarlínunni 2023.