Lystadún ‘MAYAN GREEN’ – Heilsudýna

Ef þú ert að leita að náttúrulegu og vistvænu heilsurúmi þá er Mayan Green fyrir þig. 100% náttúrulatex & 100% lífræn bómull! Íslensk hönnun - Íslensk framleiðsla.

MAYAN GREEN – Tvíbreitt Heilsurúm (160 – 180cm)

Mayan Green er heimsklassa heilsudýna úr smiðju Lystadún Snæland og Vogue. Mayan Green er fimmsvæðaskipt latexdýna unnin úr 100% náttúrulatex og klædd dýnuveri úr 100% lífrænni bómull. Einstaklega þægileg heilsudýna sem styður vel við bak og axlir og veitir framúrskarandi fjöðrun og þyngdardreifingu. Mayan Green heilsudýnan er afar sveigjanleg og hentar því ótrúlega vel í stillanleg rúm. Ef þú ert að leita að náttúrulegu og vistvænu heilsurúmi þá er Mayan Green fyrir þig. Mayan Green er einnig fáanleg sem einbreitt rúm sem má skoða hér. Íslensk hönnun - Íslensk framleiðsla.
Layla Einbreitt Heilsurúm

Royal Katla- Einbreitt Heilsurúm (90 – 140cm)

Royal Katla býður upp á einstaka mýkt án þess að fórna nauðsynlegum stuðningi sem tryggir þér fullkominn nætursvefn. Katla einbreitt heilsurúm er með frábæru heilsudýnunni Kötlu sem er fullkomin fyrir þá sem vilja orlítið meiri mýkt. Katlaa hefur verið afar vinsæl í unglinga og gestaherbergin. Katla er millistíf heilsudýna með vönduðu fimm svæða pokagormakerfi, þykku þægindalagi úr þrýstijöfnunarsvampi og vatteruðu dýnuveri. Katla er einnig fáanleg sem tvíbreitt rúm sem má skoða hér.
Alexa Heilsurúm

Royal Alexa – Einbreitt Heilsurúm (120-140cm)

Alexa einbreitt heilsurúm er með frábæru heilsudýnunni Alexa sem við köllum gjarnan drottninguna frá Royal, enda er Alexa engri lík þegar kemur að þægindum. Alexa er millistíf pokagormadýna með tvöföldu fimm svæða gormakerfi, þykku þægindalagi úr kaldsvampi og memory foam og er klædd vatteruðu dýnuveri. Pokagormadýnur fjaðra og dempa vel, auðvelda hreyfingu á næturna og veita góða öndun. Alexa er einnig fáanleg sem tvíbreitt rúm sem má skoða hér.