Rafdrifin fótahvíla og handvirkur höfuðpúði. Tveir innbyggðir, hljóðlátir mótorar; einn fyrir fótpúðann og einn til að leggja niður bakið. Á hlið stólsins er állitað hnappaborð til að stjórna mótorum ásamt USB hleðslutæki. Stóllinn er á fimm arma snúningsfæti.
Speed stóllin er með innbyggðri hleðslurafhlöðu, hann þarf því ekki að vera í sambandi við rafmagn nema rétt þegar verið er að hlaða hann. Snúran sem þú festir við segulinnstunguna kemur úr bakhlið stólsins (svo nær útilokað er að hún týnist). Ástæða þess að snúran er fest með segli við innstunguna er sú að ef það kemur átak á snúrana dettur hún úr sambandi en skemmist ekki. Það tryggir að hún endist betur.
Hér er Speed stóllinn í svörtu leðri, þ.e. leður á öllum slitflötum. Á svæðum sem mæðir ekki á; svo sem á baki og botni er gervileður.
Burðarþol: 110kg