Duncan
Duncan sófinn er rúmgóður og vandaður sófi, framleiddur úr gæðaefnum. Djúp og notaleg sæti tryggja þægindi og fallega lögun.
Sófinn er framleiddur í Evrópu og er allur viður í honum FSC-vottaður.
Duncan-línan samanstendur af fjölbreyttum einingum sem gera þér kleift að hanna sófann nákvæmlega eftir þínu höfði. Fullkomnaðu samsetninguna með skemli, hægindastól eða legubekk.
Hver eining er fullklædd og því hægt að nota hana sem staka einingu eða tengja við aðrar, tilvalið fyrir þá sem vilja breyta uppsetningu eða færa sófann milli rýma.
Mikið úrval áklæða og lita býður upp á fjölbreytta möguleika svo þú getir skapað þann stíl sem hentar heimilinu þínu best, hvort sem þú kýst mjúka og hlýja áferð eða nútímalegan og fágaðan stíl.

Einingar

Áklæðin frá Rowico Home endurspegla gæði, endingu og fallega hönnun hvort sem þú kýst mjúka og hlýja áferð, gljáandi og fágaðan vefnað eða nútímalegt bouclé. Áklæðin eru hönnuð til að standast kröfur daglegs lífs en skapa um leið þann stíl sem þú vilt að heimilið endurspegli.
Hægt er að sérsníða Duncan í eftirfarandi áklæðum.