Norris
Norris sófinn er minimalískur einingasófi með lífrænum og mjúkum formum í skandinavískum stíl.
Hönnunin með ávölum línum skapar jafnvægi og gefur heimilinu hlýlega stemningu. Lausir bakpúðar auka þægindi og sætispúðinn er fastur með svigfjöðrum sem gefa stöðugan og þægilegan stuðning.
Sófinn er framleiddur í Evrópu úr hágæða efnum og allur viður er FSC-vottaður.
Norris-línan býður upp á marga möguleika, þú getur valið milli 3ja sæta, 4ra sæta eða útgáfu með legubekk, bæði til hægri og vinstri. Til að fullkomna setusvæðið getur þú bætt við fótaskemli í sama stíl.
Norris er tilvalinn fyrir þá sem vilja slaka á, teygja úr sér og njóta langra kvölda í góðum félagsskap eða með góðri bók. Með fjölbreyttu úrvali áklæða og litum getur þú sérsniðið sófann svo hann passi fullkomlega við heimilið þitt.
Mikið úrval áklæða og lita býður upp á fjölbreytta möguleika svo þú getir skapað þann stíl sem hentar heimilinu þínu best, hvort sem þú kýst mjúka og hlýja áferð eða nútímalegan og fágaðan stíl.


Áklæðin frá Rowico Home endurspegla gæði, endingu og fallega hönnun hvort sem þú kýst mjúka og hlýja áferð, gljáandi og fágaðan vefnað eða nútímalegt bouclé. Áklæðin eru hönnuð til að standast kröfur daglegs lífs en skapa um leið þann stíl sem þú vilt að heimilið endurspegli.
Hægt er að sérsníða Norris í eftirfarandi áklæðum.