

CORINNA – Heilsudýna
43.800kr. – 101.200kr. Original price was: 43.800kr. – 101.200kr..35.320kr. – 81.608kr.Current price is: 35.320kr. – 81.608kr..
Ein vinsælasta dýnan okkar frá upphafi.
Royal Corinna er stíf og góð heilsudýna með fimmsvæðaskiptu pokagormakerfi sem hentar einstaklega vel bæði í einstaklingsrúm og hjónarúm. Royal Corinna er ein vinsælasta heilsudýnan okkar frá upphafi og hana má til dæmis finna á mörgum helstu hótelum og gistiheimilum landsins þar sem hún hentar einstaklega vel þar sem álag er mikið
Stífleiki
-
Royal Corinna er stíf.
Dýnuver
-
Dýnuverið utan um Royal Corinna er saumað úr sterku og teygjanlegu efni sem að tryggir góða endingu. Dýnuverið er sömuleiðis vatterað sem að eykur yfirborðsþægindi dýnunar og bætir kælingu.
Þægindalag
-
Efsta lagið á Royal Corinna er úr 3,8cm þykkum kaldsvampi fyrir aukna yfirborðsmýkt, og undir því eru 2cm af þéttari kaldsvampi fyrir aukinn stuðning.
Stuðningur
-
Royal Corinna er með stíft fimmsvæðaskipt pokagormakerfi. Gormarnir eru 18 cm á hæð og eru 609 talsins.
-
Hver gormur er sérinnpakkaður í nylon poka, sem eru svo límdir saman á þremur punktum. Þetta gerir gormakerfið mun sterkara, og gerir það að verkum að það lagar sig að líkamanum og tryggir að hreyfing milli svefnsvæða verður lítil sem engin.
-
Pokagormakerfið er fimm svæða skipt til að tryggja að líkaminn fái réttan stuðning og til að létta á helstu álagspunktum líkamans (axlir og bak).
Kantar
-
Kantarnir á Royal Corinna eru sérstaklega gerðir til þess að stækka svefnflötinn og þessi auka styrking gerir það að verkum að engin hætta er á að maður renni út á gólf þegar sest er á rúmkantinn.
Afhendingartími
-
Royal Corinna heilsudýnan er lagervara og er hægt að fá afgreidda alla virka daga milli 08:00 og 16:00.
Framleiðsluland
-
Royal Corinna er framleidd í Kína.
Ábyrgð
-
5 ára framleiðsluábyrgð er á öllum Royal dýnum.