VIRVA – Lampi (250x255mm – Dark Grey)

61.990kr.

Virva borðlampinn er einstaklega fallegur úr gleri og stendur á fjórum svörtum stálfótum. Lampinn skapar áhugavert og mjúkt ljós þegar kveikt er á honum og sýnir vel fallegan skúlptúr hans. Utanaðkomandi birta fellur einnig vel á lampann.

Glerið í Virva lampanum hefur tvennskonar mynstur á hliðunum. Öðru megin er glerið þverröndótt og hinum megin skáröndótt, þannig að hægt er að stilla honum upp á mismunandi vegu.

Lampinn er falleg gjöf eða til að prýða heimilið.

Lampinn er 250x255mm að stærð.

Out of stock

Vörumerki

SKU: IIT-1027913

Virva borðlampinn kemur í tveimur mildum jarðlitum, Linen og Dark Grey, báðir litir sem passa einstaklega vel inn á íslensk heimili.

Lampinn var hannaður af Matti Klenell árið 2019.

Frá árinu 1881 hefur Iittala lagt áherslu á að bæta daglegt líf með hagnýtum og fallegum hönnunarvörum. Það sem hófst sem lítil glerverksmiðja í samnefndu þorpi í Finnlandi hefur vaxið í alþjóðlegt hönnunarmerki sem hefur mótað norrænan lífsstíl um heim allan.

Kjarninn í hönnun Iittala er tímalaust útlit, endingargæði og notagildi. Hlutirnir eru gerðir til að endast, ekki aðeins í efni heldur líka í stíl – og eru ætlaðir til daglegrar notkunar, kynslóð fram af kynslóð.