Uppselt
VNR:
MOO-1062215
4.190kr.
Myndskreytingarnar eru unnar upp úr teiknimyndasögunni „Múmínálfarnir og halastjarnan“ sem kom fyrst út á ensku árið 1958. Í teiknimyndinni veltir Múmínsnáði fyrir sér hvers vegna íbúar Múmíndalsins eru að flýja úr dalnum og ákveður að komast að því í fylgd með Míu litlu og Snorkstelpunni.
Þríeykið leggur af stað í humátt á eftir öllum hinum. Brátt kemur í ljós að ógnin er halastjarna sem stefnir með hraði á Múmíndal. Múmínsnáði ákveður að þau verði að búa til björgunaráætlun. Mía litla er áhyggjulaus eins og venjulega og leggst á bakið í engið á meðan að þau átta sig á hvað skal gera.
Að lokum ákveða þau að fara heim, enda er það þegar öllu er á botninn hvolft öruggasti staðurinn til að vera á þegar halastjarnan skellur á. Þar bíða þau eftir að halastjarnan brotlendi. Sem betur fer fyrir Múmíndalinn kemur stór flóðbylgja á sama tíma og halastjarnan sem dregur úr styrk halastjörnunnar öllum til léttis. Snorkstelpan dregur þetta ævintýri saman með ánægju: „Sagði ég ekki að ekkert hræðilegt geti gerst í Múmíndalnum?
Hinar sívinsælu Múmín vörur eru framleiddar af Arabia, dótturfyrirtæki Iittala. Heimur Múmínálfanna var búinn til af Tove Jansson á árunum 1945 til 1970, en hún sótti innblástur í eigið líf, fjölskyldu og vini. Einhverjir í kringum hana voru fullir af ást og gleði á meðan aðrir voru örlítið fúlir og elskuðu einveru. Allir þó frábærir á sinn hátt! Árlega koma nýjar vörur í takmörkuðu magni sem enginn Múmínaðdáandi má láta framhjá sér fara.
Ekki með notendanafn?
Búa til aðgangÞú gætir unnið gjafabréf
Við drögum reglulega út gjafabréf þar sem heppinn póstlistavinur fær 15.000kr gjafabréf í Vogue fyrir heimilið. Við gefum póstlistavinum okkar fregnir af nýjungum en einnig sérstök tilboð og foraðgang að ýmsum tilboðum.
Hægt er að afskrá sig af póstlistanum hvenær sem er með því að smella á hlekk neðst í öllum okkar póstum. Þú finnur persónuverndarstefnu Vogue fyrir heimilið á vogue.is/personuvernd/ Þegar þú hefur smellt á skráningarhnappinn hér fyrir ofan gefur þú samþykki fyrir því að við megum nota þessar upplýsingar í samræmi við persónuverndarstefnu okkar.