Issimo Home – Spasso sængurverasett 140x200cm

19.900kr.

Sængurverið er úr satínofnu Tencel™ lyocell- og bómullarblöndu sem gefur því mjúka áferð og fallegan gljáa. Satínvefnaðurinn skapar slétt yfirborð sem gerir efnið þægilegt viðkomu.
Tencel™ er unnið úr viðartrefjum og er sérstaklega rakadrægt, andar vel og heldur sér mjúkt. Efnið er bæði endingargott og notalegt, með 220 þráða þéttleika fær settið slétta áferð og langan líftíma.
Efnið er með OEKO-TEX® Standard 100 vottun, sem tryggir að það inniheldur engin skaðleg efni og er öruggt fyrir húðina.

Stærðir:
Sængurver: 140×200 cm
Koddaver: 50×70 cm

Efni: 60% Tencel™ lyocell  og 40% bómull (satín)

In stock

Vörumerki

SKU: ISS-SPASSO
Issimo Home var stofnað í Istanbúl árið 2002 og hefur frá þeim tíma vakið athygli fyrir gæði, þægindi og einstakt útlit. Hönnunin sækir innblástur bæði í klassísk form og nútímalega strauma. Vörurnar eru framleiddar úr vönduðum efnum og koma í fjölbreyttum litatónum og mynstrum til að fegra heimilið þitt.